Engjaskófir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Engjaskófir
Remove ads

Engjaskófir (fræðiheiti: Peltigera) [1] eru ættkvísl fléttna af engjaskófarætt. Þær vaxa oftast á grónum jarðvegi og eru af formgerð blaðfléttna. Ættkvíslin er útbreidd um allan heim og inniheldur 66 tegundir. Lífefnafræði fléttnanna er lítt þekkt en þær gefa margar hverjar frá sér lífvirkar annars stigs efnaskiptaafurðir. Meðal nýlegra rannsókna sem stundaðar hafa verið á engjaskófa fléttum má nefna kennigreiningu ljósbýlinga fléttnanna, en innan ættkvíslarinnar er að finna tegundir sem nýta sér grænþörunga og blágerla til ljóstillífunar. Í ljós hefur komið að ljósbýlingar engjaskófa eru um margt frábrugðnir sömu bakteríu- eða þörungahópum sem lifa sjálfstæðu lífi utan fléttunnar [2]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir á Íslandi ...
Remove ads

Tegundir á Íslandi

Listinn er byggður á skrá yfir fléttur á Íslandi frá árinu 2009 nema annað sé tekið fram.[3] Íslensk heiti eru frá Herði Kristinssyni.[1]

  • Peltigera aphthosa - Flannaskóf
  • Peltigera britannica - Bretaskóf
  • Peltigera canina - Engjaskóf
  • Peltigera collina - Klettaskóf
  • Peltigera didactyla - Lambaskóf
  • Peltigera extenuata - Gimbraskóf
  • Peltigera hymenina - Hagaskóf
  • Peltigera islandica[4][5] - Foldarskóf eða Íslandsskóf[heimild vantar]
  • Peltigera kristinssonii - Dældaskóf
  • Peltigera lepidophora - Hosuskóf
  • Peltigera leucophlebia - Dílaskóf
  • Peltigera lyngei -
  • Peltigera malacea - Mattaskóf
  • Peltigera membranacea - Himnuskóf
  • Peltigera monticola -
  • Peltigera neckeri - Blikskóf
  • Peltigera polydactylon - Glitskóf
  • Peltigera ponojensis -
  • Peltigera praetextata - Giljaskóf
  • Peltigera rufescens - Fjallaskóf
  • Peltigera scabrosa - Þéluskóf
  • Peltigera scabrosella -
  • Peltigera venosa - Æðaskóf
Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads