Pinus muricata
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pinus muricata er furutegund sem er með mjög takmarkaða útbreiðslu: aðallega í Kaliforníu, þar á meðal nokkrum útsjávareyjum (Channel Islands í Kaliforníu), og nokkrum stöðum í Baja California, Mexíkó. Hún vex alltaf á eða við ströndina.[2]
Remove ads
Lýsing
Pinus muricata verður 15–25 m,[3] sjaldan að 34 m, með stofnþvermál að 1,2 m. Hún er yfirleitt minni og kræklóttari næst ströndinni. Hún er þurrkþolin og vex í þurrum grýttum jarðvegi.
Barrnálarnar eru tvær saman, grænar til blágrænar, og 8 til 16 sm langar. Könglarnir eruu 1 til 5 saman.[4] Þeir sveigjast kröftuglega niður á greinina, 5–10 sm langir; köngulskeljarnar eru stífar, þunnar þar sem þær snúa að greininni, en mikið þykkari þar sem þær snúa frá og með kröftugum 5–12 mm gaddi; hvorutveggja dregur úr ásókn íkorna og skemmdum vegna elds á þeim. Könglarnir haldast opnir í mörg ár þar til eldur eða mikill hiti lætur þá opnast og losa fræin.[5]
Remove ads
Afbrigði

Það eru tvö form á Pinus muricata:
- suðlægt form með skærgrænum nálum.
- norðlægt form með dökk blágrænum nálum.
Efnainnihald trjákvoðunnar er einnig mismunandi. Línan á milli þessarra tveggja afbrigða er mjög skörp, 8km sunnan við mörk Mendocino County og Sonoma County, Kaliforníu. Tilraunir til að blanda saman þessum tvemur afbrigðum hafa alfarið mistekist, sem bendir til að skyldleiki þeirra sé minni heldur en þessi tvö litlu einkenni bendi til.
Remove ads
Tilvísanir
Viðbótarlesning
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads