Fjallafura
Trjátegund í flokki barrtrjáa From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fjallafura (fræðiheiti Pinus mugo) er furutegund sem vex í hátt til fjalla í Evrópu og finnst í Pýreneafjöllum, Ölpunum, Erzgebirge, Karpatafjöllum, norður Apennínafjöllum og fjöllum á Balkanskaga í 1000 m til 2200 m hæð en sums staðar í 200 m hæð í Þýskalandi og Póllandi og upp í allt að 2700 m í suðurhluta Búlgaríu og í Pýrenaafjöllum.
Það eru tvær undirtegundir:
- Fjallafura, Pinus mugo subsp. mugo, sem er 3 - 6 m hár margstofna runni.
- Bergfura, Pinus mugo subsp. uncinata eða Pinus uncinata, er stærri og venjulega með einum stofni og verður allt að 20 m. hátt tré. Hliðargreinar eru miklar og sverar og leita upp á við með aðalstofninum.
Fjallafura/bergfura er mjög vindþolin, ljóselsk og hægvaxta[1]. Bergfura er mikið notuð í görðum, sérstaklega lágvaxna afbrigðið subsp. mugo.
Hún myndar blendinginn P. × rhaetica með skógarfuru þar sem þær vaxa saman. P. mugo er talið til ágengrar tegundar á hálendi Nýja Sjálands.
Remove ads
Á Íslandi
Bergfura/fjallafura hefur verið ræktuð á Íslandi síðan í kringum 1900. En á árunum 1899-1913 var hún gróðursett í reiti á Þingvöllum (Furulundur) og á Grund í Eyjafirði [2]. Bergfura verður allt að 10-15 metra há hérlendis.[3] Hún vex víða um land, kelur sjaldan en getur verið viðkvæm fyrir sveppasjúkdómnum (furubikar). [4]
Svipmyndir
- Pinus mugo subsp. uncinata í 2200 m hæð í fjalllendi Frakklands.
- Köngull bergfuru.
- Bergfurur.
- Bergfura í Öskjuhlíð.
- Bergfura í Hellisgerði.
Tenglar
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads