Plöntufruma
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Plöntufruma er fruma jurta. Plöntufrumur eru heilkjörnungar, það er erfðaefni þeirra er varið í kjarna frumunnar. Fyrir utan kjarnann, þá er fruman gerð úr umfrymi þar sem öll frumulíffæri hennar eru staðsett og utan um frumuna er frumuhimnan.

Bygging plöntufrumu
Utan um frumuhimnu plöntufruma er veggur úr beðmi (sellulósa). Frumuveggurinn gefur plöntufrumunni fasta lögun.
Í miðri plöntufrumunni er stór safabóla sem er fyllt vökva eða frumusafa. Vegna þessarar stóru safabólu þrýstist umfrymið að jöðrum frumunnar og kjarninn er því oftast út við frumuhimnuna. Til eru plöntufrumur sem hafa kjarnann í miðri safabólunni og er hann þá skorðaður með grönnum umfrymisþráðum.
Í umfrymi plöntufruma eru mjölvakorn. Þau geyma mjölvann sem er næringarforði plöntufrumunnar.
Margar plöntufrumur hafa grænukorn. Grænukornin innihalda litarefni sem nefnist laufgræna (chlorophyllum). Laufgrænan drekkur í sig ljós og virkjar orku þess til að nýmynda lífrænt efni úr koltvíoxíði og vatni. Ferlið nefnist ljóstillífun. Úrgangsefni ljóstillífunar er súrefni. Grænukorn finnast aðeins í grænum hlutum plantna sem birta fellur á. Þau vantar í rætur og önnur neðanjarðarlíffæri.
Remove ads
Frumulíffæri

Frymisbrú
Frumuhimna
Frumuhimnan er himna sem er utanum frunuma og stjórnar því hvað fer inn og út úr frumunni.[1]
Frumuveggur
Frumuveggur er stinnur veggur úr beðmi sem umlykur plöntufrumuna og verndar hana (dýrafrumur hafa ekki frumuvegg). Hann gerir það að verkum að plöntur eru stinnar. Pappír er búinn til úr beðmistrefjum úr frumuveggjum plantna [1].
Grænukorn
Grænukorn gegna hlutverki til ljósstillífunar en þau framleiða einnig glúkósa.
Himna
Himna sem umlykur grænukornin.
Mjölvakorn
Safabóla
Safabólur eru yfirleitt fyrirferðamiklar í plöntufrumum. Þær geyma vatn og þrýstingur þess hefur áhrif á hversu stinnar plöntu eru. Þegar safabólan er full af vökva þrýstir hún á frumuvegginn þannig hún verður stinn en sé lítill vökvi verður plantan lin og limpast niður [1].
Safabóla
Himna
Hálfgegndræp himna utanum safabólu í plöntufrumu
Hvatberi
Oxunarkorn
Umfrymi
Leysikorn eða leysibólur
Kornótt frymisnet
Kjarni
Kjarnaholur
Kjarnahúpur
Kjarnakorn
Kjarnakorn myndar netkorn [1].
Ríbósóm
Slétt frymisnet
Golgiæðar
Golgiflétta
Frymisgrind
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads