Prabowo Subianto
8. forseti Indónesíu From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Prabowo Subianto Djojohadikusumo (f. 17. október 1951) er indónesískur stjórnmálamaður, viðskiptamaður og fyrrum hershöfðingi í Indónesíuher sem hefur verið forseti Indónesíu frá árinu 2024. Hann var áður varnarmálaráðherra landsins í ríkisstjórn Joko Widodo forseta frá 2019 til 2024. Prabowo er þriðji hermaðurinn til að sitja á forsetastól í Indónesíu, á eftir Suharto og Susilo Bambang Yudhoyono. Hann er jafnframt elsti maður til að taka við embætti forseta í sögu landsins.
Prabowo Subianto útskrifaðist frá Herskóla Indónesíu árið 1970 og gegndi aðallega þjónustu í sérsveitum hersins (Kopassus) þar til hann var útnefndur í forystu varaliðssveitanna (Kostrad) árið 1998. Síðar sama ár var honum sagt upp og honum bannað að koma til Bandaríkjanna vegna ásakana á hendur honum um mannréttindabrot.[1][2][3][4][5]
Árið 2008 stofnuðu Prabowo og félagar hans Gerindra-flokkinn. Í forsetakosningunum 2009 bauð Prabowo sig fram til varaforseta í forsetaframboði Megawati Sukarnoputri en náði ekki kjöri.[6] Hann bauð sig fram til forseta árið 2014[7] en tapaði fyrir Joko Widodo, ríkisstjóra Djakarta. Hann reyndi í fyrstu að fá kosninganiðurstöðunum hnekkt.[8] Hann bauð sig aftur fram án árangurs gegn Joko Widodo árið 2019, með Sandiaga Uno sem varaforsetaefni og með stuðningi Gerindra, Velmegunar- og réttlætisflokksins (PKS), Þjóðarumboðsflokksins (PAN), Lýðræðisflokksins (Demokrat) og Berkarya-flokksins.[9][10] Þegar Prabowo neitaði að viðurkenna ósigur hleyptu stuðningsmenn hans af stað mótmælum og banvænum uppþotum í Djakarta.[11] Sættir tókust á endanum með Prawobo og Joko Widodo og Prawobo varð varnarmálaráðherra í stjórninni frá 2019 til 2024.[12]
Þann 10. október 2021 tilkynnti Gerindra-flokkurinn að Prabowo yrði frambjóðandi þeirra í forsetakosningum ársins 2024.[13] Prawobo tilkynnti að hann þæði tilnefningu flokksins 12. ágúst 2022.[14] Prabowo lýsti yfir sigri í forsetakosningunum 14. febrúar 2024 þegar útgönguspár spáðu honum sigri í fyrstu umferð.[15] Þann 20. mars staðfesti kjörstjórn niðurstöðurnar og lýsti Prabowo réttkjörinn forseta Indónesíu.[16] Stjórnlagadómstóll Indónesíu staðfesti niðurstöðuna þann 22. apríl 2024.[17][18][19] Prabowo sór embættiseið sem 8. forseti Indónesíu þann 20. október 2024.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads