Meyhumar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Meyhumar (fræðiheiti: Procambarus virginalis) einnig þekktur sem bláhumar eða marmarahumar, er vatnakrabbi sem fjölgar sér með geldæxlun og var uppgötvaður í fiskabúrarækt í Þýskalandi um 1990.[5] Procambarus fallax forma virginalis er óformleg skráning í undirtegund fyrir hann, en aðrir dýrafræðingar vilja setja hann í eigin tegund; Procambarus virginalis.[4] Að minnsta kosti eru hann náskyldur tegundinni Procambarus fallax.[1] P. fallax er útbreiddur um Flórída,[6] en hvergi hefur fundist náttúrulegur útbreiðslustaður meyhumars. Upplýsingar frá einum af upprunalegu gæludýraverslunum um uppruna meyhumarsins voru metnar "totally confusing and unreliable".[7] Marmorkrebs þýðir marmarakrabbi á þýsku. Hann virðist harðgerðari en P. fallax.
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið. |
Remove ads
Fjölgun og erfðir
Meyhumar eru einu þekktu dýrin af skjaldkrabbaætt sem fjölga sér með geldæxlun.[5] Allir einstaklingar eru kvenkyns, og afkvæmin erfðafræðilega eins og foreldrið.[4][8] Meyhumrar eru þrílitna dýr,[4][9] sem gæti verið meginástæða geldæxlunarinnar.
Vegna þess að meyhumar er erfðafræðilega eins, auðveldur í meðförum,[10] og fjölgar sér ört, er þetta hugsanleg "model organism", sérstaklega til að rannsaka þróunarlíffræði.[11] Verulegur galli er hins vegar hvað hann er lengi að ná fullum þroska (nokkra mánuði) miðað við aðrar tilraunalífverur (ávaxtafluga er 7 daga).[12]
Erfðamengi meyhumars var raðgreint 2018, og gefur það góða undirstöðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.[13]
Remove ads
Ágeng tegund
Meyhumar hefur valdið áhyggjum vegna möguleika á að vera ágeng tegund[5] vegna þess að aðeins einn einstakling þarf til að hefja dreifingu, og þeir fjölga sér mjög ört. Þeir hafa síðan sloppið í náttúruleg vistkerfi í þremur heimsálfum. Þeir hafa fundist villtir í eftirfarandi löndum:
|
líklega vegna sleppinga eða við að hafa sloppið úr fiskabúrum. Meyhumar er ein algengasta tegund vatnakrabba í heiminum í gæludýramarkaðinum.[24]
Á meðan tilkynningar um meyhumar í Evrópu eru um stök dýr,[15] þá er fjöldi landa í evrópu þar sem tilkynningar eru, að aukast.[16] Evrópusambandið hefur sett algert bann á eign, verslun, flutningi og sleppingu tegundarinnar í náttúrunni ("a total ban on the possession, trade, transport, production and release of these species [including the marbled crayfish] in the wild").[25][26][27][28]
Í Madagaskar fjölgar honum hratt,[20] sem veldur yfirvöldum þar áhyggjum.[29]
Þó að ekki hafi verið tilkynnt um villtan meyhumar í Norður Ameríku, er hann algengur sem gæludýr þar.[30][31] Vegna áhyggna af hugsanlegum skaða af útbreiðslu hans, er hann bannaður í Missouri [32] og Tennessee.[33][34]
Remove ads
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads