Bjöllulilja

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bjöllulilja
Remove ads

Bjöllulilja (fræðiheiti: Pyrola grandiflora) er tegund blómplantna af lyngætt. Bjöllulilja vex nyrst í N-Ameríku og einnig á Íslandi.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Útlit og einkenni

Bjöllulilja hefur egglaga eða sporbaugótt græn blöð, þykk og skinnkennd. Blómin eru í stuttum og gisnum klasa. Krónublöðin eru hvítleit, oft með bleikum æðum, um 15 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 2 mm og brúnleit til bleik. Blómin hafa eina purpurarauða frævu og tíu fræfla.[1]

Bjöllulilja líkist helst grænlilju (Orthilia secunda) en hún hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1] Klukkublóm er með fleiri og smærri blóm auk þess að vera með minni gljáa á efra borði.

Remove ads

Útbreiðsla og búsvæði

Á Íslandi er bjöllulilja fremur sjaldgæf tegund sem finnst helst í röku landi upp í 380m yfir sjó, einkum norðaustanlands.[1]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads