Klukkublóm

From Wikipedia, the free encyclopedia

Klukkublóm
Remove ads

Klukkublóm (fræðiheiti: Pyrola minor) er tegund blómplantna af lyngætt. Klukkublóm vex víða um norðurslóðir, meðal annars á Íslandi.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Útlit og einkenni

Klukkublóm hefur egglaga eða sporbaugótt græn blöð og smærri hreisturkennd háblöð inn á milli laufblaðanna og upp á stöngli. Blómin eru með stuttan blómstilk og eru borin nokkur saman í 1,5-3 cm löngum klösum. Krónublöðin eru hvítleit, oft með bleikum kanti, um 5 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 2 mm og dökkrauð. Blómin hafa eina frævu og tíu fræfla.[1]

Klukkublóm líkist helst grænlilju (Orthilia secunda) en hún hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1] Bjöllulilja er stærri og með færri blóm auk þess að vera með skinnkenndari blöð með meiri gljáa á efra borði.

Remove ads

Útbreiðsla og búsvæði

Á Íslandi vex klukkublóm bæði á láglendi og upp í um 900 metra hæð, í skóglendi, lyngbollum, snjódældum og giljum.[1]

Samlífi

Klukkublóm á Íslandi er þekktur hýsill fyrir klukkublómsryðsvepp.[2]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads