Rangárvallasýsla
fyrrum stjórnsýslueining á sunnanverðu Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Rangárvallasýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueiningar á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.
Rangárvallasýsla nær frá Þjórsá í vestri austur á Sólheimasand, frá sjávarströndu inn að vatnaskilum á hálendinu. Nágrannasýslur Rangárvallasýslu eru Árnessýsla í vestri, Vestur-Skaftafellssýsla í austri og Suður-Þingeyjarsýsla í norðri. Í sýslunni eru þekktir ferðamannastaðir, eins og Þórsmörk, Skógar og Galtalækur.
Sveitarfélög innan Rangárvallasýslu eru Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur.

Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads