Rebecca Pidgeon
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Rebecca Pidgeon (fædd 10. október 1965) er ensk leikkona, söngvari og lagahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Unit og Red.
Einkalíf
Pidgeon fæddist í Cambridge, Massachusetts en ólst upp í Edinborg, Skotlandi. Stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Arts í London.[1]
Pidgeon giftist handritshöfundinum og leikstjóranum David Mamet árið 1991 og saman eiga þau tvö börn.[2]
Ferill
Tónlist
Pidgeon var meðlimur hljómsveitarinnar Ruby Blue frá 1986-1990. Fyrsta sólóplata hennar Raven kom út árið 1994 og hefur hún síðan þá gefið út fimm sólóplötur.[3] Pidgeon samdi tónlistina við kvikmyndinna Oleanna sem kom út árið 1994, ásamt því þá hefur hún samið lag við kvikmyndirnar The Misadventures of Margaret og Redbelt.
Leikhús
Pidgeon kom fyrst fram í leikhúsi árið 1992 í Oleanna sem var samið af eiginmanni hennar David Mamet og var sýnt við Orpheum Theater í New York. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritunum Dangerous Corner og The Old Neighborhood.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Pidgeon var árið 1987 í Bust og hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Screen One, The Shield og Glenn Martin DDS. Árið 2006 var henni boðið stórt gestahlutverk í The Unit sem Charlotte Ryan, eiginkona Tom Ryan, sem hún lék til ársins 2009.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Pidgeon var árið 1988 í The Dawning. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Spanish Prisoner, State and Main, Shopgirl og Red.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Leikhús
|
|
Plötuútgáfa
- 2011: Slingshot
- 2008: Behind the Velvet Curtain
- 2005: Touch On Crime
- 1998: The Four Marys
- 1996: New York Girls Club
- 1994: The Raven
Verðlaun og tilnefningar
Chlotrudis-verðlaunin
- 2000: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Winslow Boy.
Florida Film Critics Circle-verðlaunin
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
National Board of Review, USA
- 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
Online Film Cricts Society-verðlaunin
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
Phoenix Film Critics Society-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir State and Main.
Satellite-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í grín/söngmynd fyrir State and Main.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
