Rex Linn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Rex Maynard Linn (fæddur 13. nóvember 1956) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frank Tripp í CSI: Miami

Staðreyndir strax Fæddur, Ár virkur ...

Einkalíf

Linn fæddist í Hansford County í Texas, Bandaríkjunum. Árið 1969 fluttist fjölskylda hans til Oklahoma borgar og stundaði hann nám við Heritage Hall og seinna meir við Casady School, sem er einkarekinn skóli tengdur Episcopal kirkjunni. Eftir að hafa séð Jack Nicholson leika í One Flew Over the Cuckoo's Nest árið 1975, tilkynnti hann að hann ætlaði sér að verða leikari. Því miður þá minnkaði líkur hans á leikaraferli strax í menntaskóla, þegar við eina færsluna á Fiddler On The Roof, eyðilagði hann næstum því sviðsmyndina í einu af dansatriðunum, Linn var beðinn um að hætta í leikritinum af leikstjóranum. Honum var sagt að nota orkuna sína einhversstaðar annarsstaðar. Lauk hann námi við Oklahoma-ríkisháskólann árið 1980 með gráðu í Útvarpi/Sjónvarpi/Kvikmyndum.

Linn býr í Sherman Oaks, Kaliforníu, með hundunum sínum, Jack and Choctaw, ásamt því að vera harður aðdáandi University of Texas Longhorns og hefur m.a. tekið sér frí frá CSI: Miami til þess að mæta á 2005 Rose Bowl leikinn þar sem lið hans var að spila gegn University of Southern California.

Linn er ákafur stuðningsmaður barnahjálparstarfa og hefur keppt í stjörnu gólfmótum fyrir barnarhjálpir, liðgigtarsamtök og fyrir blindrasamtök.

Remove ads

Ferill

Fyrsta hlutverk hans fékk hann í myndinni, Dark Before Dawn, sem var framleidd af vini hans Edward K. Gaylord II. Það sem mestu skipti máli var að hann varð meðframleiðandi að myndinni. Þetta gaf honum tækifæri á að kynnast hinni hliðinni á kvikmyndum sem átti eftir að hjálpa honum í heimi leikara.

Árið 1989, þá var hann ráðinn í fyrsta stóra hlutverkið sem raðmorðinginn Floyd Epps, í Night Game, ásamt Roy Scheider. Eftir myndina og hlutverk sem fógeti í Young Riders ákvað hann að flytjast vestur til Los Angeles. Fyrstu þrjú árin stundaði hann leiklist hjá Silvana Gallardo við Studio City og vann mikið með vini sínum Robert Knott sem einnig var leikari, við ýmsa byggingarvinnu.

En smátt og smátt þá byrjaði hann að fá hlutverk þar á meðal í My Heroes Have Always Been Cowboys (1991), Thunderheart (1992), og Sniper (1993), ásamt gestahlutverkum í sjónvarpsþáttum í Northern Exposure, Raven, og The Adventures of Brisco County Jr. Í apríl 1992 þá fékk hann stórahlutverkið sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins, Richard Travers, í myndinni Cliffhanger. Myndin kom Rex á kortið.

Síðan Cliffhanger, þá hefur Rex komið fram í yfir 35 kvikmyndum sem eykst með hverju ári. Frá 2002-2012 lék hann rannsóknarfulltrúanns Sgt. Frank Tripp í CSI: Miami.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads