Reynisfjall
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Reynisfjall er fjall í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og gengur fram í sjó milli Reynishverfis og Víkur. Fjallið er nokkuð stórt um sig, rúmir 5 km á lengd frá norðri til suðurs og 800 m á breidd milli brúna þar sem það er breiðast. Hæst er það um 330 m en syðst, út við sjóinn, er það 149 m. Fram af fjallinu, út í sjó, eru Reynisdrangar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Reynisfjall.
Hlíðar fjallsins eru víða mjög brattar, klettóttar að ofan en neðan til víðast grónar. Syðst í fjallinu eru fallegar stuðlabergsmyndanir og hellar. Þar er mikið lundavarp. Upp á fjallið liggur bílvegur sem gerður var á stríðsárunum, þegar Bandaríkjamenn reistu lóranstöð uppi á fjallinu, og var hann endurbættur seinna. Hann er sagður brattasti fjallvegur á Íslandi.
Hringvegurinn liggur nú yfir Reynisfjall innarlega en rætt hefur verið um að færa veginn nær sjónum og leggja hann um Reynishverfi og gera jarðgöng gegnum Reynisfjall.
Remove ads
Tengt efni
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads