Robert David Hall
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Robert David Hall (fæddur 9. nóvember 1947) er bandarískur leikari þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Albert Robbins í CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
Robert fæddist í East Orange í New Jersey. Hall stundaði nám við Tustin (CA) High School og fór í UCLA þaðan sem hann útskrifaðist árið 1971 með gráðu í enskum bókmenntum. Hall er leikinn gítarleikari og fyrrverandi atvinnutónlistamaður. Í nokkur ár þá var hann þekktur útvarps DJ í Los Angeles. Hann hefur einnig ljáð rödd sína í mörgum sjónvarpsauglýsingum og teiknimyndaþáttum.
Árið 1978 þurfti að taka af honum báðar lappirnar vegna áreksturs sem hann lendi í við flutningabíl sem kramdi bílinn hans. Slysið gerði það að verkum að bensíngeymirinn sprakk, með þeim afleiðingum að 65% af líkama hans brann. Notar hann gervilimi til þess að geta hreyft sig. Nokkrar perónur hans, þar á meðal CSI persóna hans hafa talað opinskátt um fötlunina. Er hann áberandi talsmaður fyrir fatlaða Bandaríkjamenn.
Remove ads
Ferill
Ásamt því að hafa verið í CSI: Crime Scene Investigation hefur Hall komið fram í myndum á borð við Starship Troopers og The Negotiator og hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við The West Wing og L.A. Law.
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2005: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Robert David Hall“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2009.
- http://www.cbs.com/primetime/csi/bio/robert_david_hall/bio.php Geymt 31 janúar 2010 í Wayback Machine
Tenglar
- Viðtal við Robert David Hall Geymt 24 nóvember 2007 í Wayback Machine á NotableInterviews.com
- Robert David Hall Bio at CBS - CSI: Crime Scene Investigation Geymt 13 janúar 2008 í Wayback Machine
- Robert David Hall á IMDb
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads