Batman

teiknimyndasöguhetja From Wikipedia, the free encyclopedia

Batman
Remove ads

Batman eða Leðurblökumaðurinn er teiknimyndasöguhetja sem Bob Kane og Bill Finger sköpuðu og byrtist í teiknimyndasögum sem eru gefnar út af DC Comics. Samnefnd teiknimyndasaga kom fyrst út í maí árið 1939. En hafa síðan komið út margar teiknimyndasögur og kvikmyndir út sem fjalla um Leðurblökumanninn og ævintýri hans. Og hefur hann notið vinsældar hér á landi. Hefur einnig verslunin Nexus tekið upp að þýða Batman teiknimyndasögurnar yfir á íslensku.[1]

Thumb
Aðdáandi í búningi Leðurblökumannsins eins og hann birtist í kvikmyndaútfærslum Christophers Nolan.
Remove ads

Uppruni

Batman er grímupersóna Bruce Wayne og er verndari Gotham-borgar. Hjá honum býr Alfred Pennyworth, einkaþjónn hans. Aðstoðarmaður hans er Robin. Auk þeirra er James Gordon, lögreglustjóri Gotham-borgar, góður vinur Batmans.

Bruce missti foreldra sína þegar hann var mjög ungur. Þjófur myrti þau eftir að þau voru nýkomin úr leikhúsi. Þjófurinn falaðist eftir peningum þeirra en Wayne eldri neitaði og varð Bruce vitni að morðinu á foreldrum sínum. Saga hans breytist þar á eftir oft milli höfunda þar sem fjöldi sagna og sögutímalína komu út sem fjalla um hetjuna.

Remove ads

Óvinir

Helstu óvinir Leðurblökumannsins eru Jókerinn, Mörgæsin, Hr. Freeze, Gátumaðurinn, Fuglahræðan og Tvífés.

Í gegnum árin hefur helsti óvinur Leðurblökumannsins orðið Jókerinn og fjalla helstu myndirnar oftast um þennan bardaga milli hans og Jókerins. Til dæmis í Rökkurriddaranum (Ensku: Dark Knight) þar sem Jókerinn hefur byrjað að skapa ringulreið í Gothamborg, þar er Jókerinn oft að pynta honum eða öðrum. Þeirra sambandi mætti líkja við yin og yang úr kínverskri heimspeki, þar sem Jókerinn reynir að eyða og Leðurblökumaðurinn að vernd.

Remove ads

Hæfileikar og græjur

Batman hefur ekki ofurkrafta en notar þekkingu sína á bardagaíþróttum, styrk, vit, og græjur til að berjast við glæpamenn. Hann er mjög ríkur og notar féið sitt til að kaupa hvað sem þarf til að berjast gegn glæpamönnum eða ofurillmennum.

Batman er ótrúlega klár. Hann þykir mikilvægasti glæparannsóknarmaður heims og notar viskuna sína til þess að leysa vandamál og leyndardóma.

Eina mikilvægasta græjan hans er Leðurblökubíllinn (The Batmobile). Leðurblökubílinn, eins og búningurinn, fer eftir sögu en er almennt svartur, hraðskreiður, og með þungan herklæðnað sem ver gegn hnjaski.

Kvikmyndir

Leðurblökumaðurinn hefur komið sér fyrir á hvíta tjaldinu í gegnum árinn, kom fyrsta kvikmyndin út árið 1943 sem hét einfaldlega Batman en hafa síðan komið út þónokkrar myndir, als 19.

Nánari upplýsingar Kvikmyndaheiti, Útgáfuár ...
Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads