Robert Wagner
bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Robert Wagner (fæddur Robert John Wagner, 10. febrúar 1930) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í It Takes a Thief, Switch, Hart to Hart og sem Nr. 2 í Austin Powers myndunum.
Remove ads
Einkalíf
Wagner er fæddur í Detroit, Michigan en fjölskylda hans fluttist til Los Angeles þegar hann var sjö ára. Wagner vildi alltaf verða leikari og vann hann ýmis störf þar á meðal sem bílstjóri fyrir Clark Gable í leit sinni að draumastarfinu. Wagner var uppgvötaður á veitingastað með foreldrum sínum. Fékk hann samning hjá 20th Century-Fox þar sem hann lék ýmis hlutverk næstu árin. Wagner gaf út sjálfsævisögu sína Pieces of My Heart: A Life sem var skrifuð af Scott Eyman og gefin út 23.september 2008.
Fjölskylda
Wagner hefur verið giftur fjórum sinnum[1]. Þegar hann var 27 ára þá kynntist hann unglingsstjörnunni Natalie Wood sem hann giftist árið 1957 en skildu síðan árið 1962. Eftir skilnaðinn þá fluttist Wagner til Evrópu[2] og þar hitti hann leikkonuna Marion Marshall og saman fluttust þau til bandaríkjanna árið 1963. Wagner og Marion giftust árið 1963 og saman áttu þau eina dóttur Katie Wagner. Skildu þau árið 1970 eftir níu ára hjónaband. Wagner hélt alltaf sambandi við Natalie Wood og giftust þau aftur árið 1972 og saman áttu þau eina dóttur Courtney Wagner. Þann 29. Nóvember 1981, þá drukknaði Wood nálægt snekkju þeirra fyrir utan Catalina Island , með um borð var Wagner og Christopher Walken sem var samleikari Wood í Brainstorm. Wagner varð forræðismaður yfir dóttur Wood Natasha Gregson. Árið 1982 þá byrjaði Wagner með leikkonunni Jill St. John og eftir átta ára samband þá giftust þau árið 1990.
Remove ads
Ferill
Kvikmyndir
Fyrsta hlutverk Wagners var í kvikmyndinni The Happy Years síðan 1950, lék hann síðan smáhlutverk í nokkrum hermyndum þangað til honum varð boðið hlutverk í With a Song in My Heart frá 1952, sem lamaður hermaður. Lék hann á móti Susan Hayward en þetta hlutverk gaf honum samning hjá 20th Century Fox. Wagner lék síðan í kvikmyndum á borð við: White Feather, The Mountain, In Love and War, The Pink Pather og Titanic. Árið 1972 þá framleiddi hann og lék í á móti Bette Davis í smyndinni Madame Sin sem var gefin út á erlendan markað. Árið 1974 þá lék Wagner á móti Steve McQueen, Paul Newman og Faye Dunaway í kvikmyndinni The Towering Inferno. Síðan þá hefur Wagner komið fram í kvikmyndum á borð við: Midway á móti Charlton Heston, Henry Fonda og James Coburn, Austin Power: Inernational Man of Mystery, Crazy in Alabama, Austin Powers in Goldmember, Little Victim og Man in the Chair.
Sjónvarp
Fyrsta hlutverk Wagners í sjónvarpi var í þáttum fyrir 20th Century Fox árin 1955-1956. Árið 1968 þá var honum boðið hlutverk í It Takes a Thief sem Alexander Mundy, þar lék hann á móti Fred Astaire sem lék föður hans. Astaire og Wagner voru góðir vinir áður en þeir léku saman í þættinum en Wagner hafði stundað nám með syni Astaires. Wagner lék í þættinum til ársins 1970. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Red Skelton Show, Colditz og The Streets of San Francisco.. Árið 1975 þá var Wagner boðið hlutverk Pete T. Ryan í Switch sem hann lék til ársins 1978. Árið 1979 þá bauðs Wagner aðalhlutverk í Hart to Hart sem Jonathan Hart, þáttur sem hann lék í til ársins 1984. Síðan þá hefur Wagner komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Julie, Cybill, Las Vegas, NCIS, Boston Legal og Two and a Half Men.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Framleiðandi
- 1999: Forever Fabulous (Meðframleiðandi)
- 1996: Hart to Hart: Till Death Do Us Hart (Meðframleiðandi)
- 1996: Hart to Hart: Harts in High Season (Meðframleiðandi)
- 1995: Hart to Hart: Two Harts in 3/4 Time (Meðframleiðandi)
- 1995: Hart to Hart: Secrect of the Hart (Meðframleiðandi)
- 1994: Hart to Hart: Old Friends Never Die (Meðframleiðandi)
- 1994: Hart to Hart: Crimes of the Hart (Meðframleiðandi)
- 1994: Hart to Hart: Home is Where the Hart is (Meðframleiðandi)
- 1993: Hart to Hart Returns (Meðframleiðandi)
- 1986: There Must Be a Pony (Meðframleiðandi)
- 1972: Madame Sin (Framleiðandi)
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Emmy-verðlaunin
- 1970: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir It Takes a Thief
Golden Globe-verðlaun
- 1984: Tilnefndur sem besti leikari í dramseríu fyrir Hart to Hart
- 1983: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Hart to Hart
- 1981: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Hart to Hart
- 1980: Tilnefndur sem besti leikari í dramseríu fyrir Hart to Hart
- 1970: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir It Takes a Thief
- 1953: Tilnefndur sem besti nýji leikarinn fyrir Stars and Stripes Forever
Method Fest
- 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Man in the Chair
People's Choice-verðlaun
- 1980: Verðlaun sem besti nýi leikarinn í nýjum sjónvarpsþætti
Phoenix Kvikmyndahátíðin
- 2006: Copper Wing Tribute verðlaunin
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Bækur
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads