Rotting Christ

From Wikipedia, the free encyclopedia

Rotting Christ
Remove ads

Rotting Christ er grísk svartmálmshljómsveit sem stofnuð var árið 1987 í Aþenu. Bræðurnir Sakis og Themis Tolis eru stofnmeðlimir. Sveitin var meðal fyrstu sveita sem spiluðu svartmálm í Grikklandi og nágrenni.

Thumb
Rotting Christ spila í Grikklandi (2015).

Rotting Christ hefur blandað grískum þjóðlegum áhrifum inn í tónlist sína, t.d. sekkjapípum. Einnig hafa verið áhrif úr gotnesku þungarokki, iðnaðartónlist og munkasöng. Þemur um goðsagnir, dulspeki og myrkrahöfðingjann hafa verið stef í textum sveitarinnar.

Sveitin hefur vakið umtal og sætt viðurlögum vegna ímyndar sinnar en forsprakki Megadeth, Dave Mustaine, neitaði að spila á grískri tónlistarhátíð ef Rotting Christ fengi að spila. RC afboðuðu komu sína. [1] Meðlimir sveitarinnar voru handteknir við komuna til Georgíu vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Að endingu fengu þeir að spila á tónleikum í landinu. [2]

Rotting Christ hefur spilað í Reykjavík og á Eistnaflugi, Neskaupsstað. Myndbandið við lagið, Like Father and Son (2024) var tekið upp á Íslandi. [3]

Slöngustjarnan, brezinacantha tolis, steingervingur skyldur krossfiskum, var nefnd eftir Tolis-bræðrum. [4]

Remove ads

Meðlimir

  • Sakis Tolis − Söngur, gítar, hljómborð, bassi (í upptökum) (1987–)
  • Themis Tolis − Trommur (1987–present)
  • Kostas "Spades" Heliotis − Bassi, bakraddir (2019–)
  • Kostis Foukarakis − Gítar, bakraddir (2019–)

Breiðskífur

  • Thy Mighty Contract (1993)
  • Non Serviam (1994)
  • Triarchy of the Lost Lovers (1996)
  • A Dead Poem (1997)
  • Sleep of the Angels (1999)
  • Khronos (2000)
  • Genesis (2002)
  • Sanctus Diavolos (2004)
  • Theogonia (2007)
  • Aealo (2010)
  • Κατά τον δαίμονα εαυτού (2013)
  • Rituals (2016)
  • The Heretics (2019)
  • Pro Xristou (2024)

Stuttskífur

  • Passage to Arcturo (1991)

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads