Sam Harris

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sam Harris
Remove ads

Samuel B.SamHarris (fæddur 9. apríl 1967)[1] er bandarískur rithöfundur, heimspekingur, og taugasálfræðingur. Hann er einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri Project Reason.[2] Á meðal ritverka hans er bókin The End of Faith, sem var gefin út árið 2004 og sat á metsölulista The New York Times í 33 vikur. Bókin vann einnig til PEN/Martha Albrand Verðlaunanna árið 2005.[3] Árið 2006 gaf Harris út bókina Letter to a Christian Nation sem svar við gagnrýni á bókina The End of Faith.

Thumb
Sam Harris

Árið 2015 gaf hann út bókina Islam and the Future of Tolerance með Maajid Nawaz.

Remove ads

Gagnrýni.

Harris hefur verið gagnrýndur fyrir rasisma, fátæklegan og einfaldan skilning á sögu og stjórnmálum. Harris hefur verið skilgreindum sem oríentalisti sem er með yfirlætisfullt viðhorf gagnvart samfélögum í Austurlöndum nær, Asíu og Norður-Afríku. Skoðanir Harrisar eru um margt sérstakar líkt og þegar hann hélt því fram að há fæðingartíðni meðal múslima bentu til að þeir yrðu að meirihlutatrú í Frakklandi eftir 25 ár. Staðhæfing Harris um sérlega háa fæðingartíðni múslima í Frakklandi reyndist alveg ósönn.

Mannfræðingurinn Scott Atran, sem hefur rannsakað hryðjuverkamenn og tengsl trúar og ofbeldis, telur innsæi Harris ekki vera upp á marga fiska. Hann er ósammála staðhæfingum Harrisar að Íslam séu í eðli sínu sérstaklega ofbeldisfull trúarbrögð.

Vissulega er enginn vafi á að í Íslam í dag séu til grimmur og andstggilega útgáfa trúarbragðanna. En slíkir öfgar finnst einnig í öðrum trúarbrögðum. Öfgahópar kristinna, sjálfsvígssveitir Tamílsku Tígranna sem eru Hindúar á Búddista, túlkun keisaraveldisins í Japan á Zen búddatrú sem ákall til útrýmingarstríðs gegn Kínverjum. Öll þessi trúarbrögð og fleiri hafa framkallað grimmilega og villimannslega hegðun sem hefur haft slæm áhrif á milljónir manna. En afstaða Harris til Islam er svo vísindalega óupplýst að hún veitir engan skilning á þessum málum. -Scott Atran.[4]


Fjölmiðlagagnrýnandi Adam Johnson ritaði að öfgaskoðanir Harrisar hefðu haft áhrif víða. Johnson tali að meðal annars að Harris hefði veitt hugmyndafræðilegan jarðveg fyrir múslimabann Donalds Trump í Bandaríkjunum. Það sem þó enn alvarlegra er að mat Johnsons; fordómafull grein Harrisar um fæðingartíðni múslima hafði sterkan samhljóm með Stefnuskrá Dylans Roof. Roof er hryðjuverkamaðurinn sem framdi skotárás í Bandarískri kirkju. Í greininni hélt Harris fram að fæðingartíðni múslima bentu til að þeir myndu mynda meirihluta í Frakklandi eftir 25 ár og að Evrópu stafaði hætta af þeim. [5]

Blaðamaðurinn Luke Savage telur skoðanir Harrisar á Íslam réttlæta heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Hann bendir á að árið 2004 lýsti Harris Írakstríðinu sem hluta af „Stríði við Íslam“. Harris skrifaði einnig í The End of Faith bók sinni að koma þurfi í veg fyrir ,,ofríki í múslimaþjóða". Enda ráði slíkar þjóðir ekki við lýðræði. [6]

Remove ads

Bækur

  • The End of Faith: Religion, Terror, and the Future of Reason (2004).
  • Letter to a Christian Nation (2006).
  • The Moral Landscape: How Science Can Determine Human Values (2010).
  • Lying (2011).
  • Free Will (2012).
  • Waking Up: A Guide to Spirituality Without Religion (2014).
  • Islam and the Future of Tolerance (2015). (með Maajid Nawaz)

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads