Sashimi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sashimi (japanska: 刺身; IPA: /saɕimi/) er japanskur réttur úr hráu fersku sjávarfangi eða kjötmeti sem sneitt er í þunnar sneiðar og borið fram með sojasósu. Orðið kemur fyrst fram í heimildum á Muromachi-tímabilinu. Sashimi er stundum ruglað saman við sushi, en þetta eru tveir ólíkir réttir þótt hrár fiskur sé notaður í þá báða. Sushi á við um alla rétti sem notast við soðin hrísgrjón með ediki, óháð því hvort þeir innihaldi hráan fisk eða annað (til dæmis eggjaköku eða grænmeti), meðan sashimi á alltaf við um hráan fisk eða kjöt í þunnum sneiðum. Yfirleitt er sashimi borið fram með meðlæti úr rifnu rótargrænmeti eins og kínahreðku, gulrót eða radísu, eða laufi af blaðmintu. Fyrir utan sojasósu er oft borið fram súrsað eða maukað engifer, súrsaður hvítlaukur eða ponzu, með réttinum.

Sashimi er yfirleitt borið fram snemma í formlegri japanskri máltíð, en getur líka verið sérstök máltíð, borið fram með mísósúpu og hrísgrjónum.[1]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads