Scott Foley
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Scott Foley (fæddur Scott Kellerman Foley, 15. júlí 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Felicity, Scrubs, The Unit og Grey's Anatomy.
Remove ads
Einkalíf
Foley er fæddur og uppalinn í Kansas City, Kansas.
Foley giftist leikkonunni Jennifer Garner árið 2000 en skildu svo árið 2004. Foley er núna giftur leikkonunni Marika Dominczyk, sem hann giftist árið 2007 og saman eiga þau eitt barn.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Foley var árið 1995 í Sweet Valley High. Árið 1998 var Foley boðið hlutverk í Felicity sem Noel Crane, sem hann lék til ársins 2002. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Jack & Bobby, House, Law & Order: Special Victim Unit, Cougar Town og True Blood. Lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Bob Brown frá 2006-2009. Hann hefur síðan 2010 verið með stórt gestahlutverk í Grey's Anatomy sem Henry Burton.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Foley var árið 2000 í Self Storage og hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Scream 3 og Below.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Verðlaun og tilnefningar
Teen Choice-verðlaunin
- 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaþætti fyrir Felicity.
- 2000: Tilnefndur sem besti óþverri fyrir Scream 3.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Felicity.
- 1999: Tilnefndur fyrir bestu leikframkomu í Felicity.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Felicity.
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
