Shane MacGowan
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Shane Patrick Lysaght MacGowan (f. 25. desember 1957 – d. 30. nóvember 2023) var írskur tónlistarmaður sem hvað best þekktur var sem söngvari og lagahöfundur írsku þjóðlagapönksveitarinnar The Pogues. Einnig var hann í sveitunum Shane MacGowan and The Popes, The Nipple Erectors og The Shane Gang.
Remove ads
Yrkisefni MacGowan var oft írsk saga og sjálfstæðisbarátta og barátta Íra í Englandi og Bandaríkjunum. Með þekktari lögum MacGowan er Fairytale of New York sem hann flutti með söngkonunni, Kirsty MacColl dóttur Ewan MacColl sem samdi þjóðlög.
The Pogues ráku MacGowan á miðjum túr þeirra árið 1991 en hann átti í erfiðleikum með áfengisneyslu. MacGowan kom saman aftur með The Pogues árið 2001 á tónleikum og til 2014 þegar sveitin hætti.
Ásamt því að vera með eigin hljómsveitir gestaði hann hjá ýmsum eins og: The Dubliners, Joe Strummer, Nick Cave, Steve Earle, Sinéad O'Connor og Ronnie Drew.
Macgowan lést árið 2023, 65 ára gamall, en hann hafði glímt við erfið veikindi síðustu árin.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads