Shehbaz Sharif

Forsætisráðherra Pakistans From Wikipedia, the free encyclopedia

Shehbaz Sharif
Remove ads

Mian Muhammad Shehbaz Sharif (f. 23. september 1951) er pakistanskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Pakistans.

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Pakistans, Forseti ...

Shehbaz Sharif er yngri bróðir Nawaz Sharif, sem hefur þrisvar verið forsætisráðherra Pakistans. Shehbaz, sem þá var forsætisráðherra í Púnjab-héraði, tók við af Nawaz sem leiðtogi Múslimabandalagsins (N) eftir að Nawaz var leystur úr embætti vegna meints fjármálamisferlis þegar nafn hans birtist í Panamaskjölunum árið 2016.[1] Shehbaz Sharif leiddi Múslimabandalagið í þingkosningum ársins 2018, þar sem flokkurinn tapaði fyrir Réttlætishreyfingu Imrans Khan.[2]

Í apríl 2022 samþykkti stjórnarandstaðan vantrauststillögu gegn Imran Khan eftir að Réttlætishreyfingin missti þingmeirihluta sinn vegna liðhlaupa.[3] Shehbaz Sharif var í kjölfarið kjörinn nýr forsætisráðherra af þinginu.[4][5][6]

Sharif lét rjúfa þing og efna til þingkosninga sem haldnar voru 4. febrúar 2024. Þrátt fyrir að Imran Khan hefði verið fangelsaður og að pakistanskir herforingjar hefðu beitt sér fyrir sigri Múslimabandalagsins unnu frambjóðendur Réttlætishreyfingarinnar flest þingsæti.[7] Sharif var engu að síður kjörinn forsætisráðherra á ný í samsteypustjórn Múslimabandalagsins með Þjóðarflokknum og fleiri smærri flokkum.[8]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads