Skugga-Sveinn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Skugga-Sveinn (en hét upphaflega Útilegumennirnir) er leikrit eftir Matthías Jochumsson. Skugga-Sveinn var samið í jólaleyfinu 1861, en Matthías var þá í 5. bekk Latínuskólans og fluttu skólapiltar leikritið í febrúar 1862.[1]

Skugga-Sveinn var fyrsta leikrit Matthíasar. Hann sagði um tilorðningu þess:

Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikrit í jólafríinu. Það heitir Útilegumennirnir og er í 4 þáttum með ljóðmælarusli, hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommidia“ sem griðkonur hérna segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt, gjörði það þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo ég varð áttavilltur. [2]
Remove ads

Sviðsetningar

Árið 2020 setti Þjóðleikhúsið upp Skugga-Svein. Leiktjóri var Benedikt Erlingsson og með titilhlutverk fór Ólafía Hrönn Jónsdóttir.[3]

Árið 2022 setti Leikfélag Akureyrar upp Skugga-Svein í nýstárlegri útgáfu. Leikstjóri var Marta Nordal og með titilhlutverk fór Jón Gnarr.[4][5]

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads