Snerting
kvikmynd frá 2024 eftir Baltasar Kormák From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Snerting er rómantísk drama-mynd frá 2024 sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Handritshöfundar eru Baltasar og Ólafur Jóhann Ólafsson og í aðalhlutverkum eru Egill Ólafsson, Kōki og Pálmi Kormákur í aðalhlutverkum.[1][2] Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns frá 2022.[3] Framleiðslulönd myndarinnar eru Ísland, Bandaríkin og Bretland.
Snerting kom út á Íslandi þann 29. maí 2024.[4] Hún var valin sem framlag Íslands til 97. Óskarsverðlaunanna og komst á stuttlista með 15 öðrum myndum í vali á bestu alþjóðlegu kvikmyndinni, en var að lokum ekki tilnefnd.[5][6]
Remove ads
Leikarar
- Egill Ólafsson sem Kristófer
- Kōki sem ung Miko
- Pálmi Kormákur sem ungur Kristófer
- Masahiro Motoki sem Takahashi-san
- Sigurður Ingvarsson sem Jónas
- Yoko Narahashi sem Miko
- Masatoshi Nakamura sem Kutaragi-san
- Meg Kubota sem Hitomi
- María Ellingsen sem Inga
- Eiji Mihara sem Dr. Kobayashi
- Theódór Júlíusson
- Starkaður Pétursson sem Markús
- Ruth Sheen sem Mrs. Ellis
- Benedikt Erlingsson sem Dr. Stefánsson
- Tatsuya Tagawa sem Arai-San
- Charles Nishikawa sem Goto-San
- Eugene Nomura sem Akira
Remove ads
Framleiðsla
Snerting var framleidd af RVK Studios.[7] Baltasar, Agnes Johansen og Mike Goodridge voru framleiðendur myndarinnar.[8]
Í viðtali í desember 2022 sagði Baltasar Kormákur frá því að hann ætlaði að taka upp myndina á Ísland og Japan.[9]
Útgáfa
Snerting var gefin út á Íslandi 29. maí 2024. Myndin var gefin út í Bandaríkjunum og Kanada 12. júlí 2024.
Móttökur
Á Rotten Tomatoes eru 92% af 63 gagnrýnendum jákvæðir, með einkunnina 7,6/10.[11] Metacritic, sem notast við vegið meðaltal, gefur myndinni 74/100 i einkunn, byggt á 21 gagnrýni, með almennt jákvæðum viðbrögðum.[12]
Í janúar 2025 vann myndin áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsø í Noregi.[13]
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads