Snípulilja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fritillaria pinardii[1] er jurt af liljuætt[2], sem var fyrst lýst af Pierre Edmond Boissier.
Remove ads
Útbreiðsla
Norðvestur Tyrkland og Armenía til vestur Íran og Líbanon, á grýttum hlíðum og steppu, oft þar sem snjór bráðnar seint í 1000 - 2500m. yfir sjávarmáli. Sérstaklega útbreidd og breytileg tegund.
Lýsing
Laukurinn allt að 3 sm í þvermál, oft með smálaukum eða ofanjarðarrenglum. Stöngull 6 - 20 sm hár. Laufblöð lensulaga, stakstæð, grágræn. Blómin eitt til fjögur, mjó-bjöllulaga, venjulega brúnfjólublá að utan með gulleitum kanti, gulgræn til appelsínugul að innan. Krónublöð 1,5 - 2,5 sm löng.[3]
Tegundinni er skift í eftirfarandi undirtegundir:[4]
- F. p. hajastanica
- F. p. pinardii
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads