Dvergreynir
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dvergreynir (Sorbus reducta) er smávaxin reynitegund upprunninn frá vestur Kína.
Remove ads
Lýsing
Hann verður að 15-60 sm hár og 2 m breiður, þéttur og lítið eitt skriðull runni. Hvert lauf er 10 sm langt, með allt að 15 smáblöð sem verða í ýmsum rauðum litbrigðum að hausti. Blómin eru hvít og síðar koma rauð til bleik ber sem verða fullþroska hvít.[1]
Uppruni
Kína, vex í grýttum fjallshlíðum í runnlendi eða graslendi í 2200-4000 m hæð í Sichuan og NV-Yunnan.
Orðsifjar
Fræðiheitið reducta er úr latinu og þýðir "dvergur" og vísar til stærðarinnar.[2]
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads