Spanish Fork
borg í Utah-fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Spanish Fork er bær í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Við manntal 2020 voru íbúar um 42.600.[1] Samkvæmt bandarísku hagstofunni er Spanish Fork 20. stærsta borg Utah.[2]

Saga
Byggðin í Spanish Fork varð til þegar mormónalandnemar settust þar að árið 1850. Nafnið á sér rætur í ferðalagi tveggja munka af spænskum uppruna árið 1776. Þeir töldu landið óbyggilegt og við þeim blasa óræktanleg eyðimörk.
Á árunum frá 1856 til 1862 fluttust 16 íslenskir mormónar til Spanish Fork. Þeir stofnuðu þar fyrsta samfélag Vestur-Íslendinga í Ameríku. Fyrstu landnemarnir voru hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir, Sverrir Jónsson og Guðrún Pálsdóttir, ásamt Helgu Jónsdóttur og Guðrúnu Pálsdóttur. Þau voru öll frá Vestmannaeyjum nema Guðrún sem var fædd í Melasveit í Borgarfirði. Ferðin tók um tíu mánuði. Seinna fluttist Eiríkur á Brúnum þangað og skrifaði um ferð sína á þessar slóðir og veru sína í Spanish Fork. Saga Eiríks varð Halldóri Laxness innblástur að skáldsögunni Paradísarheimt.
Langflestir þeirra íslensku mormóna sem héldu vestur um haf settust að í Spanish Fork. Skrá yfir alla Íslendinga sem fluttust þangað telur 412 nöfn. Langflest þeirra sem þar eru nefnd lögðu af stað eftir 1870.[3]
Þann 26. júní 2005 endurvígði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, minnisvarða um landnám Íslendinga í Spanish Fork.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads