Steinaldin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Steinaldin (eða steinber) er tegund ávaxtar þar sem aldinkjötið umlykur einn harðan aldinstein, sem geymir fræ. Steinaldin er svonefnt óklofaaldin sem þýðir að aldinið klofnar ekki þegar það er fullþroska.[1] Slík aldin vaxa yfirleitt út frá einu fræblaði þar sem eggleg er undirsætið (kjarnaldin eru undantekning frá þessu).

Helsta einkenni steinaldina er að harður og trénaður steinninn verður til úr egglegi blómsins. Þar sem um er að ræða samaldin, eins og hindber, er hver aldinhluti nefndur smásteinaldin eða hlutsteinaldin. Slíkir ávextir eru oft nefndir ber, þótt grasafræðingar skilgreini ber á annan hátt. Önnur kjötmikil aldin þar sem steinninn myndast úr fræskurninni, eins og avókadó, eru ekki eiginleg steinaldin.
Dæmi um steinaldin eru kasjúhneta, kaffi, kókoshneta, mangó, pekanhneta, pistasía, valhneta og öll aldin af trjám af heggætt (Prunus), til dæmis kirsuber, möndlur, ferskjur, plómur og þyrniplómur (sláber).
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
