Stofn (málfræði)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Stofn kallast sá hluti orðs sem ekki breytist í beygingu.

Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna.

Stofn nafnorða

Stofn nafnorða má finna með því að sjá hvaða hluti orðsins er eins í öllum föllum. (Stofn sterka nafnorða finnst í þolfalli eintölu) Stofn veikra nafnorða finnst með því að taka sérhljóðann frá nf et

  • stofn orðsins ‚hestur‘ er ‚hest
  • stofn orðsins ‚kona‘ er ‚kon
  • stofn orðsins ‚tunna er ,tunn

Hjá sumum nafnorðum er -r stofnlægt í endingu orðs (t.d. veður > veðri).

Stofn lýsingarorða

Stofn lýsingarorða má finna með því að setja orðið í kvenkyn nefnifall eintölu.[1]

  • (hann er) stór → (hún er) stór
  • (hann er) dapur → (hún er) döpur
  • (hann er) ungur → (hún er) ung

Stofn sagnorða

Algengast er að stofn sagnorða sé fundinn með að fjarlægja -a[2] eða -ja af nafnhættinum, og er það sú aðferð sem kennd er í grunnskólum.[3]

Sumir líta hinsvegar á að veikar sagnir sem beygjast eftir fjórða flokki haldi a-inu þar sem það helst að mestu við beygingu, og stofn orðins að baka sé þar með baka.[4][5]

Dæmi

  • Stofn sagnorðsins „kaupa“ er kaup
  • Stofn sagnorðsins „fara“ er far
  • Stofn sagnorðsins „taka“ er tak
  • Stofn sagnorðsins „vera“ er ver
  • Stofn sagnorðsins „velja“ er vel
  • Stofn sagnorðsins „elska“ er elsk (eða elska)
  • Stofn sagnorðsins „baka“ er bak (eða baka)
  • Stofn sagnorðsins „kalla“ er kall (eða kalla)
  • Stofn sagnorðsins „skrifa“ er skrif (eða skrifa)
  • Stofn sagnorðsins „hrópa“ er hróp (eða hrópa)

Heimildir

Tengt efni

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads