Stríð Ísraels og Hamas 2023–

From Wikipedia, the free encyclopedia

Stríð Ísraels og Hamas 2023–
Remove ads

Snemma morguns þann 7. október 2023, gerðu Hamas-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla og skipulagða árás gegn Ísrael. Á bilinu 2.500–5.000 eldflaugum var skotið á landið og um 1.500 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, í landamærasamfélögum og á tónlistarhátíðinni Nova, og höfðu í för með sér mikinn og óhugnanlegan fjöldamorð á óbreyttum borgurum.[1][2] Vígamennirnir drápu fjölda fólks, rændu og brenndu hús og ökutæki.[3] Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á Al-Aqsa-moskunni og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023).[4] Vígamennirnir rændu um 250 manns, þar á meðal börnum, konum, öldruðum og erlendu fólki og fóru með þau yfir á Gaza-ströndina. Margar af ráns- og morðárásunum voru teknar upp á farsíma af vígamönnunum sjálfum og dreifðar á samfélagsmiðlum. Víða á Gaza-ströndinni, þar á meðal í Gaza-borg, fögnuðu almennir borgarar árásinni opinberlega. Árásin leiddi til þess að um 1.200 Ísraelsmenn létust, þar af yfir 800 óbreyttir borgarar. Meðal fórnarlambanna voru konur, börn og ungbörn, og margir þeirra voru brenndir lifandi eða illa útleiknir, sem gerði auðkenningu erfitt og tafði hana verulega.[5] Tugir samfélaga, svo sem Be'eri, Kfar Aza og Sderot, urðu fyrir mikilli eyðileggingu.[5] Yfir 2.000 manns særðust í árásunum.[4] Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.[6]

Staðreyndir strax Dagsetning, Staðsetning ...

Ísrael brást við með loftárásum á Gaza-ströndinni og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Hamas hefur verið sakað um að nota borgaralegar byggingar, þar á meðal skóla, sjúkrahús og moskur, í hernaðarskyni sem stjórnstöðvar, vopnageymslur og skotpalla. Ísraelsher varpa oft sprengjum með litlum sprengikrafti á þök til að vara íbúa við áður en ráðist er á slíkar byggingar.[7][8] Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gaza-strandarinnar á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels.[9] Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gaza-strandarinnar[10] og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta strandarinnar (Gaza-borg) að flýja suður.[11] Hamas hefur verið sakað um að hindra flótta borgara og nota þá sem mannlegan skjöld til að koma í veg fyrir árásir Ísraelshers.[12] Ísraelsher hefur gefið út skýrslur sem hafa haldið því fram að Hamas hafi stolið mannúðaraðstoð sem ætluð var almenningi á Gaza-ströndinni, til eigin nota.[13][14][15]

Átökin breiddust út á Júdea og Samaría og við landamæri Ísraels og Líbanons þar sem eldflaugum var skotið af hálfu Hezbollah. Mannfall var á báðum svæðum.[16][17][18][19]

Remove ads

Stríðið

Upphafskafli (2023)

Snemma morguns þann 7. október 2023 hófu Hamas-samtökin stórfellda árás á Ísrael með þúsundum eldflauga og um 1.000 vígamönnum sem brutust í gegnum landamærin.[1] Þeir réðust á óbreytta borgara og hernaðarmannvirki og rændu um 200 manns.[1] Yfir 600 Ísraelsmenn létust og 2.000 særðust.[4] Ísrael brást við með loftárásum á Gaza-ströndina, lokaði fyrir vatn og rafmagn og safnaði herliði við landamærin.[9] Átökin breiddust út á Vesturbakkann og til Líbanon.[19]

Þann 17. október var sjúkrahús í suðurhluta Gaza-borgar sprengt. Samkvæmt yfirvöldum á Gaza-ströndinni létust á bilinu 90–100 óbreyttir borgarar í árásinni, og lýstu þau atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot. Síðari rannsóknir frá bandarískum og öðrum vestrænum leyniþjónustum, ásamt greiningum á opnum gögnum (OSINT), hafa stutt þessa niðurstöðu.[20][21][22] Í byrjun desember hafði Ísraelsher eyðilagt yfir 100.000 byggingar á Gaza-ströndinni. Ísraelsher gerði loftárásir á suðurhluta Gaza-strandarinnar, þar á meðal á Khan Yunis og Rafah og héldu áfram þaðan.[23][24]

2024

Hernaðarátökin á árinu 2024 leiddu áfram af sér hörmulegar þjáningar. Í apríl hafði Ísraelsher drepið nær 200 hjálparstarfsmenn sem dreifðu matvælum til flóttamanna. Þessar árásir voru harðlega gagnrýndar og sumar sagðar gerðar af ásettu ráði, sem gaf tilefni til ásakana um vísvitaðar árásir á óbreytta borgara.[25]

Þann 22. júlí barst sú hörmulega fregn að tveir gíslar hefðu týnt lífi í haldi Hamas-samtakanna, eins og ísraelsku réttindasamtökin Hostages and Missing Families Forum greindu frá.[26]

Þann 31. júlí lést Ismail Haniyeh, stjórnmálaleiðtogi Hamas-samtakanna, í loftárás í Tehran, höfuðborg Írans.[27]

Ásakanir um þjóðarmorð

Þann 10. ágúst hæfðu þrjú flugskeyti ísraelska hersins skólabyggingu í Al-Sahaba-hverfinu. Samkvæmt yfirvöldum á Gaza-ströndinni létust á bilinu 90–100 óbreyttir borgarar í árásinni, og lýstu þau atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelski herinn sagðist aftur á móti hafa fellt vígamenn Hamas-samtakanna sem földu sig í fólginni stjórnstöð í skólanum.[28] Átökunum lauk ekki þar, en 5. desember gaf Amnesty International út skýrslu um stríðið þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem þjóðarmorði. Slíkar ásakanir hafa þó sætt gagnrýni undanfarin ár en Alþjóðadómstóllinn í Haag á eftir að kveða upp úrskurð um þjóðarmorð í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem enn er í vinnslu.[29]

2025

Í byrjun árs 2025 var leitast við að finna lausn á átökunum og þann 15. janúar var samið um vopnahlé milli Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna.[30] Þessi von um frið var þó skammvinn því þann 18. mars rauf Ísrael vopnahléð og gerði loftárásir á Gaza-ströndina þar sem um 600 manns létust.[31]

Árás á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah

Þann 23. mars réðust ísraelskar hersveitir á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah.[32] Í árásinni urðu að minnsta kosti 15 óvopnaðir hjálparstarfsmenn að bana, þar á meðal átta meðlimir Rauða hálfmánans, sex úr þjóðvarðliði Palestínu og einn starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.[33]

Bílalestin sem varð fyrir árásinni samanstóð af fimm sjúkrabílum, slökkviliðsbíl og bíl Sameinuðu þjóðanna.[34] Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmdu árásirnar og sögðu drápin svívirðileg.[35] Rauði hálfmáninn sakaði ísraelska herinn um að hafa vísvitandi drepið starfsmennina og benti á að ökutæki þeirra og starfsmenn hafi verið auðsjáanlega merkt Rauða hálfmánanum.[36][37]

Ísraelski herinn birti skýrslu þar sem því var haldið fram að hermenn hefðu skotið á ökutæki sem nálguðust þá „grunsamlega“ án þess að vera merkt.[38] Myndbandsupptaka sem fannst í farsíma eins viðbragðsaðilanna, sem var drepinn og fannst í fjöldagröf nærri árásarstaðnum, sýndi sjúkrabílana og slökkviliðsbílinn auðsjáanlega merktan með neyðarljósum á meðan ísraelskir hermenn réðust á þá með skothríð.[39] Krufning leiddi í ljós að bráðaliðarnir voru drepnir af ásettu ráði.[40]

Rauði hálfmáninn í Palestínu og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa krafist óháðrar rannsóknar.[40]

Hertaka Ísraels

Vorið 2025 tilkynnti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um nýjar og harðari aðgerðir á Gaza-ströndina með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti meðal annars að hernema Gaza-ströndina um óákveðinn tíma. Ekki er ljóst hvenær aðgerðirnar hefjast, en þær munu ekki fara fram fyrr en eftir heimsókn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, til Mið-Austurlanda.[41]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads