Strandölur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Strandölur
Remove ads

Strandölur (fræðiheiti: Alnus maritima) er elritegund frá Bandaríkjunum, og finnst á þremur aðskildum svæðum; í Oklahoma, Georgíu, og í Maryland og Delaware á Delmarva-skaga. Árið 2002 voru þessir þrír hópar viðurkenndir sem mismunandi undirtegundir, og gefin nöfnin Alnus maritima subsp. oklahomensis, Alnus maritima subsp. georgiensis, og Alnus maritima subsp. maritima.[2] Á meðan sumir telja undirtegundina maritima vera þá upprunalegustu og að hinar séu frávik sem hafi myndast vegna fjarlægðar, þá benda morphometric (greining á formi) og phylogeographic rannsóknir til að Oklahoma undirtegundin (subsp. oklahomensis) sé í raun sú upprunalegasta að tegundin hafi áður haft mun víðari útbreiðslu í Bandaríkjunum.[2][3]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...

Alnus maritima er talinn vera stór runni eða lítið tré og er eina haustblómstrandi tegund ættkvíslarinnar upprunnin í Norður Ameríku. Allar aðrar N-Amerískar elritegundir blómstra að vori. Haustblómstrunin sem er einkennandi fyrir Alnus maritima er deilt með tvemur gamlaheims elri-tegundum; Alnus nitida og Alnus nepalensis, sem eru einlendar í suðaustur Asíu. Þessi mikli munur á blómgun við aðrar tegundir hefur leitt til að þær séu taldar til eigin undirættar; Clethropsis.[2]

Remove ads

Heimildir

Tilvísanir

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads