Subway
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Subway er bandarískur skyndibitastaður sem selur samlokubáta og salöt. Fyrirtækið er í eigu Doctor's Associates, Inc og notar sérleyfismódel. Staðir Subway eru yfir 37 þúsund talsins í yfir 98 löndum og er því fyrirtækið stærsta skyndibitakeðja í heiminum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Milford í Connecticut en fyrsti staðurinn var opnaður í Bridgeport, stærstu borg Connecticut.[1]

Remove ads
Subway á Íslandi
Subway opnaði sinn fyrsta stað á Íslandi þann 11. september árið 1994 í Faxafeni í Reykjavík.[2] Subway hefur sjö starfræka veitingastaði í Reykjavík, tvo í Kópavogi, einn í Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi.[3] En áður voru einnig útibú á Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjabæ.[4][5][6]
Tenglar
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads