Svartbakur
Fuglategund af máfaætt From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Svartbakur (fræðiheiti Larus marinus, sem þýðir á latínu „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur máfa og er oft nefndur veiðibjalla.[1] Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri skolti. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.

Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru eggin að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út.[2] Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.
Svartbakur er staðfugl á Íslandi og hafði fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að lífrænum úrgangi sem kom aðallega frá sjávarútveginum. Stofnstærð var talin í kringum 20 þúsund varppör árið 2000 en hefur fækkað mikið síðan. Árið 2016 var stofninn talinn kominn niður í 6-8.000 pör.[3] Svartbaksstofninn á Íslandi er því talinn í hættu og er fuglinn friðaður.[4]
Remove ads
Heiti
Svartbakurinn sem stundum er kallaður „veiðibjalla“ eða „bjalla“ er stundum líka nefndur „kaflabringur“, „kaflabrinki“ og „skári“.
Tilvísanir
Heimild
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads