Svavar Gests
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Svavar Lárus Gestsson, þekktur sem Svavar Gests (17. júní 1926 – 1. september 1996) var íslenskur trommuleikari, tónlistarframleiðandi, útgefandi og útvarpsþáttastjórnandi. Hann lærði við Juilliard-skólann í New York, ásamt Kristjáni Kristjánssyni og varð fyrsti trommuleikari KK-sextetts.[1] Svavar stofnaði Hljómsveit Svavars Gests sem var virk á árunum 1949 til 1965.[2] Árið 1964 stofnaði hann tónlistarútgáfuna SG-hljómplötur sem var ein helsta tónlistarútgáfa Íslands fram á 9. áratug 20. aldar þegar Steinar urðu fyrirferðarmeiri.[1]
Hann stýrði nokkrum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið, meðal annars þættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ 1964-1965. Árið 1966 giftist hann í annað sinn söngkonunni Ellý Vilhjálms. Þau eignuðust tvo syni, en annar þeirra er tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson.[3] Árið 1992 kom út sjálfsævisaga Svavars, Hugsað upphátt.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads