Svavar Gests

From Wikipedia, the free encyclopedia

Svavar Gests
Remove ads

Svavar Lárus Gestsson, þekktur sem Svavar Gests (17. júní 19261. september 1996) var íslenskur trommuleikari, tónlistarframleiðandi, útgefandi og útvarpsþáttastjórnandi. Hann lærði við Juilliard-skólann í New York, ásamt Kristjáni Kristjánssyni og varð fyrsti trommuleikari KK-sextetts.[1] Svavar stofnaði Hljómsveit Svavars Gests sem var virk á árunum 1949 til 1965.[2] Árið 1964 stofnaði hann tónlistarútgáfuna SG-hljómplötur sem var ein helsta tónlistarútgáfa Íslands fram á 9. áratug 20. aldar þegar Steinar urðu fyrirferðarmeiri.[1]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...

Hann stýrði nokkrum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið, meðal annars þættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ 1964-1965. Árið 1966 giftist hann í annað sinn söngkonunni Ellý Vilhjálms. Þau eignuðust tvo syni, en annar þeirra er tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson.[3] Árið 1992 kom út sjálfsævisaga Svavars, Hugsað upphátt.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads