Symphony X
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Symphony X er bandarísk framsækin þungarokkssveit sem stofnuð var árið 1994 í Middletown, New Jersey. Tónlist sveitarinnar er einnig skilgreind stundum sem powermetal eða sinfónískt þungarokk. Symphony X hefur samið þemaplötur eins og um Paradísarmissi, goðsögnina um Atlantis og Ódysseifskviðu. Lag sveitarinnar The Odyssey af samnefndri plötu (2002) er 24 mínútna verk. [1] Árið 2005 túraði sveitin á Gigantour ásamt t.d. Megadeth, Dream Theater, Nevermore og Anthrax.

Sveitin hefur ekki gefið út efni í áratug en söngvarinn Russell Allen lenti í alvarlegu bílslysi árið 2017 og Covid-faraldurinn setti einnig strik í reikninginn.[2]
Remove ads
Meðlimir
- Michael Romeo − gítar, bakraddir (1994–)
- Michael Pinnella − hljómborð, bakraddir (1994–)
- Jason Rullo – trommur (1994–1997, 1999–)
- Russell Allen − söngur (1995–)
- Michael LePond − bassi, bakraddir (1999–)
Fyrrum meðlimir
- Rod Tyler − söngur (1994−1995)
- Thomas Miller − bassi, bakraddir (1994−1999)
- Thomas Walling − trommur (1997−1999; dó 2022)
Breiðskífur
- Symphony X (1994)
- The Damnation Game (1995)
- The Divine Wings of Tragedy (1996)
- Twilight in Olympus (1998)
- V: The New Mythology Suite (2000)
- The Odyssey (2002)
- Paradise Lost (2007)
- Iconoclast (2011)
- Underworld (2015)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads