Tatrafjöll
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Tatrafjöll (Tatry á pólsku og slóvösku) er fjallahryggur á mörkum Slóvakíu og Póllands. Þau eru hluti Karpatafjalla og hæsti hluti hans. Tæp 80% þeirra eru í Slóvakíu og rúm 20% í Póllandi. Gerlachovský štít er hæsti tindur þeirra, 2.655 metrar. Hæsta fjall Póllands, Rysy, er í fjöllunum. Tatra-fjöll skiptast í austur- og vesturhluta. Vesturhlutinn skiptist ennfremur í Há-Tatrafjöll og Belíönsku-Tatrafjöll. Við þetta má að bæta að sunnan Tatra-fjalla eru enn önnur fjöll sem kallast Neðri-Tatrafjöll.


Tatra-þjóðgarðurinn í Slóvakíu var stofnaður árið 1949 og Tatra-þjóðgarðurinn í Póllandi var stofnaður árið 1954.
Meðal trjáa í fjöllunum eru fjallafura, lindifura og rauðgreni. Spendýr eins og gaupa, brúnbjörn, gemsur, múrmeldýr, úlfur og ýmis hjartardýr lifa þar.

Remove ads
Heimild

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tatrafjöll.
Fyrirmynd greinarinnar var „Tatra mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. apríl 2017.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads