Thomas Tuchel

From Wikipedia, the free encyclopedia

Thomas Tuchel
Remove ads

Thomas Tuchel er þýskur knattspyrnustjóri og fyrrum leikmaður. Hann er verðandi stjóri enska landsliðsins frá janúar 2025.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Yngriflokkaferill ...

Hann hefur stýrt stórum félögum eins og Bayern München, Chelsea FC og PSG.

Tuchel var sigursæll sem knattspyrnustjóri franska félagsliðsins PSG og vann 2 deildartitla og 4 bikartitla. Þrátt fyrir afar gott sigurhlutfall með PSG var hann látinn fara. En Tuchel hefur lent í ágreiningi við stjórnir knattspyrnufélaga á þjálfaraferli sínum. Hann hefur tekið við liðum Jürgen Klopp tvívegis, við Mainz 05 og Borussia Dortmund.

Tuchel spilaði sem varnarmaður en ferillinn var stuttur vegna hnémeiðsla.

Remove ads

Ferill

Chelsea

Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar 2021. Hann byrjaði afar vel með Chelsea og var ósigraður í fyrstu 14 leikjum sínum. Svo kom að því að hann tapaði og það illa, 2:5, fyrir botnliði WBA á heimavelli. Hann komst með liðið í úrslit FA-bikarsins og Meistaradeild Evrópu í maí sama ár. Chelsea vann Manchester City 1-0 í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tuchel var rekinn frá félaginu í september 2022 eftir tap gegn Dynamo Zagreb í meistaradeildinni.


Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads