Tim Matheson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Tim Matheson
Remove ads

Tim Matheson (fæddur Timothy Lewis Matthieson, 31. desember 1947) er bandarískur leikari, leikstjóri og framleiðandi sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í National Lampoon's Animal House, The West Wing og Jonny Quest.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Matheson er fæddur og uppalinn í Glendale, Kaliforníu. Hefur hann verið giftur tvisvar sinnum, Jennifer Leak frá 1969 – 1971 og Megan Murphy Matheson frá 1985 – 2010 en saman eiga þau þrjú börn.

Ferill

Leikstjóri

Fyrsta leikstjóraverk Matheson var árið 1984 í St. Elsewhere. Hefur hann síðan þá leikstýrt þáttum á borð við The Twilight Zone, Without a Trace, Threshold, The West Wing, Criminal Minds, White Collar, Burn Notice og Hart of Dixie.

Sjónvarp

Matheson byrjaði sjónvarpsferil sinn árið 1961 þá aðeins þrettán ára gamall í Window on Main Street. Á árunum 1965 – 1968 þá talaði hann inn fyrir aðalpersónurnar í teiknimyndaseríunum Sinbad Jr. , Jonny Quest, Space Ghost og Young Samson & Goliath.

Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við My Three Sons, Here´s Lucy, The Virginian, Bonanza, Rhoda, Insight, Just in Time, Wolf Lake, Breaking News,The King of Queens, Ed og Entourage.

Lék stór gestahlutverk í The West Wing sem varaforsetinn John Hoynes og í Burn Notice sem Larry Sizemore. Hefur síðan 2011 verið sérstakur gestaleikari í Hart of Dixie sem læknirinn Brick Breeland.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Mathseson var árið 1967 í Divorce American Style. Lék elsta soninn í Yours, Mine and Ours á móti Lucille Ball og Henry Fonda. Árið 1978 þá lék hann í Animal House á móti John Belushi. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við 1941, The House of God, Solar Crisis, A Very Unlucky Leprechaun, Van Vilder og No Strings Attached.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikstjórn

Nánari upplýsingar Leikstjóri, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Emmy-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads