Vél

From Wikipedia, the free encyclopedia

Vél
Remove ads

Vél er tæki sem flytur eða umbreytir orku og skapar hreyfingu með því að beita krafti. Vél á í daglegu tali við um búnað sem vinnur eða aðstoðar við vinnu og samanstendur af hreyfanlegum hlutum. Dæmi um einfalda vél er vogarstöng sem er gerð úr hreyfanlegri vogarstöng og vogarás, en þegar rætt er um vélar er oftast átt við manngerð tæki sem notast við hreyfla. Örtækni fæst við þróun sameindavéla, sem eru gerðar úr sameindum sem hreyfast. Vélar geta gengið fyrir handafli eða dráttardýrum; náttúruöflum eins og vindorku og vatnsorku; efnaorku, varmaorku, og raforku. Vél getur haft gangverk sem mótar átakið til að ná fram tiltekinni hreyfingu og kraftúttaki. Vélar geta líka haft tölvur og skynjara sem mynda saman vélrænt kerfi.

Thumb
Vindmyllur.

Á endurreisnartímabilinu skilgreindu vísindamenn sex einfaldar vélar sem hreyfa tiltekinn farm, og reiknuðu út kraftahlutfall þeirra.[1]

Nútímavélar geta verið flókin tæki gerð úr burðarvirki, gangverki, stýrieiningum og stjórntækjum eða viðmóti. Dæmi um slíkar vélar eru farartæki eins og járnbrautarlestar, vélskip, bílar og flugvélar; heimilistæki eins og þvottavélar og eldavélar; dælukerfi fyrir loft og vatn í byggingum; landbúnaðarvélar, vélknúin verkfæri, framleiðsluvélar og þjarkar.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads