Vancouver

borg í Kanada From Wikipedia, the free encyclopedia

Vancouvermap
Remove ads

Vancouver er borg í Bresku-Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Íbúafjöldi er rúm 662 þúsund (2021) en yfir 2,6 milljónir manna búa á öllu borgarsvæðinu.[1] Borgin er í héraðinu Lower Mainland. Stutt er í fjallendi og náttúru. Skóglendið og útivistarsvæðið í Stanley Park er við miðja borgina. Íbúar borgarinnar eru með fjölbreyttan bakgrunn en um 50% eru ekki með ensku að móðurmáli. Stærsti Chinatown Kanada er í Vancouver. Timburiðnaður og ferðaþjónusta eru mikilvægustu atvinnugreinarnar. Vancouverhöfn er stærsta höfn landsins.

Staðreyndir strax Land, Fylki ...
Thumb
West end, Vancouver
Thumb
Vancouver séð frá Grouse mountain
Thumb
Gervihnattarmynd.

Heimssýningin 1986 var haldin í borginni. Vetrarólympíuleikarnir 2010 voru haldnir í Whistler, nálægum skíðabæ.

Veður í Vancouver er milt og er kaldasti mánuðurinn janúar með 4,1 C°. Snjó festir sjaldan og í stuttan tíma.

Remove ads

Heiti

Borgin er nefnd eftir George Vancouver sem kannaði svæðið fyrir hinn konunglega breska sjóher árið 1792. Nafnið Vancouver má rekja til Hollands; „Van Coevorden“, sem þýðir frá Coevorden eða Koevern í hollenska neðra-Saxlandi. Koevern merkir kúavað.

Íþróttalið

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads