Xenon
Frumefni með efnatáknið Xe og sætistöluna 54 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Xenon er frumefni með efnatáknið Xe og sætistöluna 54 í lotukerfinu. Xenon er litlaust, lyktarlaust og mjög þungt eðalgas og finnst í andrúmslofti jarðar í örlitlu magni. Það var uppistaða eins fyrsta efnasambands eðalgasa sem búið var til.
Þegar xenon er notað í ljósaperu, gefur það frá sér ljós sem er mjög líkt dagsbirtu. Vinsælt er orðið að nota það í aðalljós bifreiða og það er í ljósaperunum sem eru notaðar í Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads