Íslandsráðgjafi eða Íslandsráðherra var ráðherraembætti sem búið var til með stjórnarskrá Íslands 1874. Íslandsráðgjafi skyldi bera upp til staðfestingar í danska ríkisráðinu mál sem vörðuðu Ísland. Íslandsráðgjafinn sat í Kaupmannahöfn en Landshöfðingi fór með æðsta vald á Íslandi á ábyrgð Íslandsráðgjafa.

Embættið var frá upphafi aukageta dómsmálaráðherra Danmerkur. Íslendingar voru frá upphafi óánægðir með þessa skipan mála og vildu endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem lyktaði með heimastjórn 1904 þegar ráðherra Íslands varð til sem embætti á Íslandi.

Eftirfarandi dómsmálaráðherrar Danmerkur voru Íslandsráðgjafar:

Nánari upplýsingar Ráðherra, Flokkur ...
Ráðherra Flokkur Frá Til
Christian Sophus Klein18741875
Johannes Magnus Valdemar NellemanDanski hægriflokkurinn18751896
Nicolai Reimer RumpDanski hægriflokkurinn18961899
Hugo Egmont HørringDanski hægriflokkurinn18991900
August Hermann Ferdinand Carl GoosDanski hægriflokkurinn19001901
Peter Adler AlbertiDanski umbótaflokkurinn19011904
Loka

Tengt efni

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.