462
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 462 (CDLXII í rómverskum tölum)
Atburðir
- Leó 1., keisari Austrómverska ríkisins, greiðir Vandölum hátt lausnargjald fyrir frelsun Liciníu Evdoxíu og dóttur hennar Placidíu sem höfðu verið í haldi í Karþagó, höfuðborg konungsríkis Vandala, í sjö ár. Licinía Evdoxía var dóttir Þeódósíusar 2. og ekkja Valentiníanusar 3..
- Vestgotar hefja umsátur um Arelate (núverandi Arles) í Gallíu. Vestrómverska herforingingjanum Aegidíusi tekst að verja borgina og Vestgotar lyfta umsátrinu. Aegidíus stjórnar á þessum tíma svæði í norður-Gallíu án þess að viðurkenna vald keisarans Libíusar Severusar
- Agrippinus, vestrómverskur herforingi, afhendir Vestgotum vald yfir borginni Narbo (núverandi Narbonne). Agrippinus viðurkennir vald Libiusar Severusar ólíkt Aegidíusi.
- Seifsstyttan í Ólympíu, eitt af sjö undrum veraldar, eyðileggst í eldi eftir að búið var að flytja hana til Konstantínópel.
Remove ads
Fædd
- Anicía Julíana, rómversk aðalskona og dóttir keisarans Olybríusar.
Dáin
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads