855
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
855 (DCCCLV í rómverskum tölum) var 55. ár 9. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Atburðir
- Æthelwulf af Wessex gaf kirkjunni tíunda hluta landa sinna, gaf kirkjum í Wessex heimild til að innheimta tíund og skipti ríkinu milli sona sinna, Æthelbald og Æthelberht, áður en hann hélt í pílagrímaferð til Rómar, ásamt yngsta syni sínum, Alfreð.
- 29. september - Benedikt 3. varð páfi.
- 20. nóvember - Mikael 3. keisari fyrirskipaði morð á Þeóktistosi ráðgjafa sínum.
Fædd
- Abu'l-Hasan Ali ibn al-Furat vesír kalífans Al-Muqtadir (d. 924).
Dáin
- 17. júlí - Leó 4. páfi (f. 790).
- 29. september - Lóþar 1. Frankakonungur (f. 795).
- 20. nóvember - Þeóktistos, ráðherra í Býsantíum.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads