Alþingiskosningar 1987

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Alþingiskosningar 1987 voru kosningar til Alþingis sem fram fóru 25. apríl 1987. Á kjörskrá voru 171.402 og kosningaþátttaka var 90,1%. Nýr flokkur Alberts Guðmundssonar, Borgaraflokkurinn, bauð fram í fyrsta skipti og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fimm. Kvennalistinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk sex þingmenn.

Staðreyndir strax Flokkur, Formaður ...

Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tapaði þingmeirihluta sínum en Þorsteinn Pálsson myndaði þá ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Steingrímur Hermannsson var utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn hélt velli í rúmt ár og var gagnrýnd meðal annars fyrir að ná ekki samkomulagi um brýnar aðgerðir í efnahagsmálum. Hún sprakk, að sagt er, í beinni útsendingu á Stöð 2, en eftir það myndaði Steingrímur Hermannsson vinstristjórn með stuðningi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og síðar Borgaraflokksins, en Sjálfstæðismenn fóru í stjórnarandstöðu.

Remove ads

Niðurstöður kosninganna

Nánari upplýsingar Flokkur, Atkvæði ...
Remove ads

Úrslit í einstökum kjördæmum

Nánari upplýsingar Reykjavíkurkjördæmi, Listar ...
Nánari upplýsingar Reykjaneskjördæmi, Listar ...
Nánari upplýsingar Suðurlandskjördæmi, Listar ...
Nánari upplýsingar Austurlandskjördæmi, Listar ...
Nánari upplýsingar Norðurlandskjördæmi eystra, Listar ...
Nánari upplýsingar Norðurlandskjördæmi vestra, Listar ...
Nánari upplýsingar Vestfjarðakjördæmi, Listar ...
Nánari upplýsingar Vesturlandskjördæmi, Listar ...


Fyrir:
Alþingiskosningar 1983
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1991
Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads