Allison Janney
bandarísk leikkona From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Allison Janney (fædd Allison Brooks Janney 19. nóvember, 1959) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Leitin að Nemo, Juno og American Beauty.
Remove ads
Einkalíf
Janney fæddist í Boston, Massachusetts en ólst upp í Dayton, Ohio[1]. Hún er af enskum og þýskum uppruna.[2]
Janney stundaði nám við Kenyon College í Gambier, Ohio þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í drama. Þegar hún var við nám þá svaraði hún auglýsingu fyrir leikrit sem átti að setja upp í leikstjórn Paul Newman. Janney var ýtt áfram af Newman og konu hans Joanne Woodward að halda áfram leiklistinni.[3] Stundaði hún síðan leiklistarnám við Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York-borg og Royal Academy of Dramatic Art í London [4].
Remove ads
Ferill
Leikhús
Fyrsta leikhúsverk Janney var árið 1986-87 í Citizen Tom Paine. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Breaking Up, Blue Window, Present Laughter og 9 to 5.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Janney var árið 1991 í Morton & Hayes. Árið 1993 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsóperunni Leiðarljósi sem Ginger sem hún lék til ársins 1995. Síðan þá hefur hún verið með gestahlutverk í þáttum á borð við New York Undercover, Cosby, Frasier, Two and a Half Men, Lost og Veep.
Janney lék fréttaritarann og síðan starfsmannstjórann C.J. Cregg í dramaþættinum The West Wing frá 1999-2006. Fyrir hlutverk sitt sem C.J. Cregg þá vann Janney fjögur Emmy verðlaun og tvenn Screen Actors Guild verðlaun.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Janney var árið 1989 í Who Shot Patakango. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Wolf, Big Night, The Ice Storm, Primary Colors, 10 Things I Hate About You, Nurse Betty og Winter Solstice.
Árið 1999 lék Janney í óskarsverðlaunamyndinni American Beauty á móti Kevin Spacey, Annette Bening, þar sem hún lék Barbara Fitts eiginkonu Chris Cooper.
Janney talaði inn á fyrir persónuna Peach í Leitinni af Nemo. Lék hún einnig í Juno á móti Ellen Page og J.K. Simmons árið 2007. Sama ár lék hún í söngleikjamyndinni Hairspray á móti John Travolta, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
AFI-verðlaunin
- 2002: Tilnefnd sem besta leikkona árssins í seríu fyrir The West Wing.
Austin Film Critics Association-verðlaunin
- 2007: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.
Broadcast Film Critics Association-verðlaunin
- 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
- 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
- 2008: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Juno.
- 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.
Central Ohio Film Critics Association-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Help.
Chlotrudis-verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Big Night.
Drama Desk-verðlaunin
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
- 1998: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.
Emmy-verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Golden Globes-verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
Gotham-verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Life During Wartime.
Hollywood Film Festival-verðlaunin
- 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
- 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
Independent Spirit-verðlaunin
- 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Life During Wartime.
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Our Very Own.
Mar del Plata Film Festival-verðlaunin
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Life During Wartime.
Monte-Carlo TV Festival-verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
National Board of Review-verðlaunin
- 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
Online Film Critics Society-verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir American Beauty.
Palm Springs International Film Festival-verðlaunin
- 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
Phoenix Film Critics Society-verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Hours.
Prism-verðlaunin
- 2007: Verðlaun fyrir bestu frammistöðu í sjónvarpsmynd fyrir Our Very Own.
Satellite-verðlaunin
- 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir American Beauty.
Southeastern Film Critics Association-verðlaunin
- 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
Television Critics Association-verðlaunin
- 2000: Tilnefnd fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í dramaseríu fyrir The West Wing.
Theatre-verðlaunin
- 1997: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.
Tony-verðlaunin
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
- 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.
TV Guide-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.
Viewers for Quality Television-verðlaunin
- 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads