Allison Janney

bandarísk leikkona From Wikipedia, the free encyclopedia

Allison Janney
Remove ads

Allison Janney (fædd Allison Brooks Janney 19. nóvember, 1959) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Leitin að Nemo, Juno og American Beauty.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Janney fæddist í Boston, Massachusetts en ólst upp í Dayton, Ohio[1]. Hún er af enskum og þýskum uppruna.[2]

Janney stundaði nám við Kenyon College í Gambier, Ohio þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í drama. Þegar hún var við nám þá svaraði hún auglýsingu fyrir leikrit sem átti að setja upp í leikstjórn Paul Newman. Janney var ýtt áfram af Newman og konu hans Joanne Woodward að halda áfram leiklistinni.[3] Stundaði hún síðan leiklistarnám við Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York-borg og Royal Academy of Dramatic Art í London [4].

Remove ads

Ferill

Leikhús

Fyrsta leikhúsverk Janney var árið 1986-87 í Citizen Tom Paine. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Breaking Up, Blue Window, Present Laughter og 9 to 5.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Janney var árið 1991 í Morton & Hayes. Árið 1993 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsóperunni Leiðarljósi sem Ginger sem hún lék til ársins 1995. Síðan þá hefur hún verið með gestahlutverk í þáttum á borð við New York Undercover, Cosby, Frasier, Two and a Half Men, Lost og Veep.

Janney lék fréttaritarann og síðan starfsmannstjórann C.J. Cregg í dramaþættinum The West Wing frá 1999-2006. Fyrir hlutverk sitt sem C.J. Cregg þá vann Janney fjögur Emmy verðlaun og tvenn Screen Actors Guild verðlaun.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Janney var árið 1989 í Who Shot Patakango. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Wolf, Big Night, The Ice Storm, Primary Colors, 10 Things I Hate About You, Nurse Betty og Winter Solstice.

Árið 1999 lék Janney í óskarsverðlaunamyndinni American Beauty á móti Kevin Spacey, Annette Bening, þar sem hún lék Barbara Fitts eiginkonu Chris Cooper.

Janney talaði inn á fyrir persónuna Peach í Leitinni af Nemo. Lék hún einnig í Juno á móti Ellen Page og J.K. Simmons árið 2007. Sama ár lék hún í söngleikjamyndinni Hairspray á móti John Travolta, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

AFI-verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona árssins í seríu fyrir The West Wing.

Austin Film Critics Association-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.

Broadcast Film Critics Association-verðlaunin

  • 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
  • 2008: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Juno.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.

Central Ohio Film Critics Association-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Help.

Chlotrudis-verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Big Night.

Drama Desk-verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
  • 1998: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.

Emmy-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Golden Globes-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.

Gotham-verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Life During Wartime.

Hollywood Film Festival-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.

Independent Spirit-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Life During Wartime.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Our Very Own.

Mar del Plata Film Festival-verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Life During Wartime.

Monte-Carlo TV Festival-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.

National Board of Review-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.

Online Film Critics Society-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir American Beauty.

Palm Springs International Film Festival-verðlaunin

  • 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.

Phoenix Film Critics Society-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Hours.

Prism-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun fyrir bestu frammistöðu í sjónvarpsmynd fyrir Our Very Own.

Satellite-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir American Beauty.

Southeastern Film Critics Association-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.

Television Critics Association-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í dramaseríu fyrir The West Wing.

Theatre-verðlaunin

  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.

Tony-verðlaunin

  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads