Alnus acuminata
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Alnus acuminata[1][2][3] er elritegund lauffellandi trjáa í birkiætt (Betulaceae). Hann finnst í fjallaskógum frá mið-Mexíkó til Argentínu.[4][5][6][7][8][9][10][11]
Remove ads
Lýsing
Alnus acuminata verður að 25m hátt tré með beinan stofn allt að 150 sm gildum.[12]
Það eru þrjár undirtegundir:
- Alnus acuminata subsp. acuminata er frá Kólumbíu og Venusúela suður til norður Argentínu;
- Alnus acuminata subsp. arguta (Schltdl.) Furlow er frá norðvestur Mexíkó suður til Panama; og
- Alnus acuminata subsp. glabrata (Fernald) Furlow er í mið og suður Mexíkó.[13]
Útbreiðsla og búsvæði
Alnus acuminata vex á milli 1500 og 3200m hæð yfir sjávarmáli í fjallakeðjum í mið og Suður-Ameríku, frá Mexíkó til Norður -Argentínu. Hann vex helst á svæðum með 1000 til 3000 mm úrkomu, á hlíðum og dölum. Hann þolir lélegan jarðveg og súran, en þrífst best í botnleðju eða sandjarðvegi.[12] Þetta er hraðvaxandi tré, frumherjategund til verndar vatnasvæða og einnig nýttur til að bæta jarðveg með niturbindingu sinni.[14]
Remove ads
Timbur
Timbrið er létt eða meðalþungt, rauðbrúnt og fínkornótt. Hann er notaður í smíði brúa og í stoðir, í kistur, kassa, húsgögn og krossvið. Hann er einnig góður eldiviður með stöðugum bruna.[14]
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads