Amand Leduc

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Amand Leduc var sjóliðsforingi í Franska flotanum. Hann var fæddur í Dunkerque í Frakklandi 1764 og lést 1832. Hann hélt til sjós tíu ára gamall 1774 á fiskiskipinu Thérèse. Hann barðist á Fríbýttaranum Maraudeur og síðar Calonne gegn Bretum í Bandaríska frelsisstríðinu. Hann gekk í Franska flotann sem sjóliðsforingi 1793.[1]

Æviágrip

Til að byrja með þjónaði Leduc sem undirlautinant á léttabátnum Entreprise í umsátri Breta og bandamanna þeirra um Dunkerque 1793. Hann var hækkaður í tign árið eftir og þjónaði sem Lautinant á orrustuskipinu Couronne. Hann var síðan skipaður yfirmaður briggskipsins Hazard og barðist á því í sjóorrustunni við Genóa. Hann var hækkaður upp í tign skipstjóra 1796 og gerður yfirmaður freitgátunnar Incorruptible. Á því skipi barðist hann við Breta bæði á Ermasundi og Karíbahafinu.[1]

Árið 1806 var Leduc skipaður yfirmaður leiðangurs á norðurslóðir. Skipanir hans voru að sigla norður fyrir Ísland og ráðast á bresk og rússnesk hvalveiðiskip sem voru á veiðum undan ströndum Íslands, Grænlands og Svalbarða. Flotasveitin sem Leduc stjórnaði samanstóð af freigátunni Revanche með 44 fallbyssur undir stjórn Leduc skipherra, freigátunni Guerriere með 44 fallbyssur undir stjórn Huberts skipherra, freigátunni Sirene með 40 fallbyssur undir stjórn Lamberts skipherra og briggskipinu Néarque undir stjórn Jourdain skipherra. [2]

Leiðangurinn var illa undirbúinn og skorti bæði vistir og skjólfatnað. Skyrbjúgur fór fljótt að herja á frönsku sjóliðana og Leduc tók þá ákvörðun að stoppa nokkrar vikur á Patreksfirði til að gefa mönnum sínum tækifæri til að jafna sig. Leduc tókst að sökkva 14 hvalveiðiskipum en briggskipið Néarque féll í hendur breta og freigátan Guerriere gafst upp fyrir Bretum á Norður-Íshafi eftir bardaga við bresku freigátuna Blanche. [2]

Eftir leiðangurinn á norðurslóðir var Leduc hækkaður í tign og sendur sem kapteinn á freigátunni D'Hautpoul til Karíbahafsins. Hann fór á eftirlaun frá franska flotanum 1816 og lést í Dunkerque 1832.[1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads