Freigáta

From Wikipedia, the free encyclopedia

Freigáta
Remove ads

Freigáta er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir herskipa í gegnum tíðina. Á skútuöld komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok 17. aldar sem herskip með tvö dekk þar sem aðeins það efra var byssudekk en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en orrustuskip þess tíma sem voru með tvö byssudekk. Línuskipin voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.[1]

Thumb
Franska freigátan Boudeuse um 1766.

Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-60 fallbyssur.[1]

Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar Revanche og Sirene undir stjórn Amand Leduc nokkrar vikur á Patreksfirði 1806.[2]

Freigátur voru fullreiðaskip, hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar lyftingar sem einkenndu fyrri skipstegundir.

Á síðari hluta 19. aldar, þegar flotar hættu að nota seglskip var hætt að nota heitið freigáta. Nýju stálskipin sem tóku við hlutverki freigátanna voru kölluð beitiskip. Í síðari heimsstyrjöldinni ákvað breski flotinn að taka aftur upp heitið freigáta. Breski flotinn hafði of fáa tundurspilla til að fylgja skipalestum yfir Atlantshafið. Tundurspillar urðu sífellt stærri þegar á leið á stríðið og meðalstærð þeirra fór úr 1100-1300 tonnum upp í 2400 tonn. Það var hins vegar hagkvæmara að smíða minni skip til að verja skipalestir fyrir kafbátum. Bretar hófu því smíði á Hunt flokki herskipa sem voru um 1000 tonn.[3]

Upphaflega voru skip í Hunt flokknum kölluðr fylgdartundurspillar en síðan var ákveðið að kalla þau freigátur. Loch-, River- og Bay flokkar fylgdarskipa fengu síðan freigátu heitið. Minni skip eins og Flower flokkur herskipa fengu heitið korvettur. Eftir Seinni heimstyrjöldina myndast síðan sú hefð að herskip sem eru minni en tundurspillir en stærri en korvettur eru kölluð freigátur.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads