Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021 og skipaði hún, eins og í fyrri ríkisstjórn Katrínar sem starfaði frá 2017-2021, Vinstri græna, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Ríkisstjórnarmyndun og kynning stjórnarsáttmála drógst á langinn vegna rannsóknar undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á brotum kosningalaga við talningu í Norðvesturkjördæmi en það var loks afgreitt á Alþingi 25. nóvember 2021. Flokkarnir héldu þingmeirihluta sínum í Alþingiskosningunum 2021, fengu 37 þingmenn kjörna, eitt þingsæti bættist síðar við tveimur vikum eftir kosningar er Birgir Þórarinsson gekk úr Miðflokknum og yfir í Sjálfstæðisflokkinn og þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar því 38 þingmenn.[1] Ríkisstjórnin var kynnt á Kjarvalsstöðum og í henni sitja 12 ráðherrar sem skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm ráðuneyti auk embættis Forseta Alþingis, Framsóknarflokkurinn hefur fjögur og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur þrjú. Ráðherrum var fjölgað úr 11 í 12 og ráðuneytum úr 10 í 12 frá fyrri ríkisstjórn og verkefni færð til á milli ráðuneyta.[2]

Þann 5. apríl 2024 tilkynnti Katrín að hún myndi láta af embætti forsætisráðherra og gefa kost á sér í forsetakosningunum 2024. 9. apríl 2024 var mynduð ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar með sömu þremur flokkunum, og tók hún við sama dag.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads