Guðrún Hafsteinsdóttir

íslenskur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Guðrún Hafsteinsdóttir
Remove ads

Guðrún Hafsteinsdóttir (f. 9. febrúar 1970) er íslensk stjórnmálakona sem hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2025. Hún hefur setið á Alþingi frá 2021 fyrir Suðurkjördæmi. Hún var dómsmálaráðherra frá 2023 til 2024. Áður en hún fór í stjórnmál starfaði hún hjá fjölskyldufyrirtækinu, Kjörís, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu.

Staðreyndir strax (GHaf), Dómsmálaráðherra Íslands ...
Remove ads

Fjölskylda

Foreldrar Guðrúnar eru Hafsteinn Kristinsson (1933-1993) forstjóri og stofnandi Kjöríss og Laufey Valdimarsdóttir (f. 1940). Guðrún er næstyngst fjögurra systkina, þ.á m. er Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis til 16 ára og núverandi sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Maki Guðrúnar er Hans Kristján Einarsson Hagerup gullsmiður og eiga þau samtals sex börn.[1]

Menntun og fyrri störf

Guðrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað í Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést[2] en frá 2008-2021 var hún markaðsstjóri Kjöríss.

Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020. Hún hefur setið stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna[1]. Hún var formaður Landsamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2018 til 2021.

Remove ads

Stjórnmál

Gúðrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi árið 2021 og leiddi lista flokksins í kjördæminu í alþingiskosningunum í september 2021.[3]

Hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í mars 2025. Guðrún hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, með einungis nítján atkvæða mun.[4]

Gagnrýni

Guðrún ákvað í september 2024, þrátt fyrir harða gagnrýni, að framfylgja ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um brottvísun Yazan Tamimis og foreldra hans.[5][6][7] Að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumálaráðherra Íslands ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.[8]

Yazan Tamimi og foreldrar hans eru nú með alþjóðlega vernd á Íslandi.[9]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads